Enski boltinn

Lesendur Vísis sammála Capello

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard í leiknum gegn Sviss í gær.
Steven Gerrard í leiknum gegn Sviss í gær. Nordic Photos / Getty Images

Stór meirihluti þeirra sem tóku þátt í spurningu dagsins hér á Vísi í gær voru sammála þeirri ákvörðun að gera Steven Gerrard að fyrirliða enska landsliðsins.

Gerrard var fyrirliði Englendinga gegn Sviss í gær en Capello hefur þó ekki enn gefið út hver mun verða framtíðarfyrirliði Englands undir hans stjórn. John Terry hefur verið fyrirliði undanfarin ár en hann gat ekki leikið með Englandi í gær vegna meiðsla.

78,4% þeirra sem tóku þátt töldu ákvörðun Capello hafa verið rétta en 21,6% töldu að einhver annar hefði átt að bera fyrirliðabandið.

Í dag spyrjum við hvort að Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, nái því að skora 50 mörk á leiktíðinni en hann hefur þegar skorað 27 mörk í öllum keppnum.

Sjálfur segist hann efast um það eins og sjá má í fréttinni hér fyrir neðan.

Hægt er að svara spurningunni til hádegis á morgun. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×