Enski boltinn

Ronaldo enn spenntur fyrir Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar einu 27 marka sinna með Manchester United í vetur.
Cristiano Ronaldo fagnar einu 27 marka sinna með Manchester United í vetur. Nordic Photos / Getty Images

Cristiano Ronaldo hefur ítrekað áhuga sinn á að spila í spænsku úrvalsdeildinni einn daginn.

Hann er sagður vera nálægt því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United en hann hefur farið á kostum á leiktíðinni og skorað 27 mörk í öllum keppnum. Hann er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með nítján mörk.

„Mér líður vel á Englandi," sagði Ronaldo. „En ég myndi vilja spila á Spáni einn daginn. Ég myndi líka vilja spila í Portúgal á nýjan leik og Ítalíu líka, en miklu frekar á Spáni."

Hann segir að hann hafi bætt sig mikið hjá United enda sé ekki nóg að vera bara efnilegur knattspyrnumaður.

„Margir leikmenn eru efnilegir en ef hæfileikarnir fá ekki að þróast verður ekkert úr þeim leikmönnum," sagði Ronaldo. „Ég hef bætt mig á öllum sviðum og mun halda áfram á þeirri braut. Fyrir fjórum árum var ég ekki sá leikmaður sem ég er í dag."

„Ég held að ég get bætt mig enn frekar. Ég skoraði 23 mörk á síðasta tímabili og sumir efuðust um að ég gæti leikið það eftir. Ég hef nú þegar skorað fleiri mörk á þessu tímabili og gerast hlutirnir hratt. Ég stefni að því að skora jafnvel enn meira og hjálpa bæði félagsliði mínu og landsliði."

„En það gæti verið svolítið erfitt að skora 50 mörk á einu tímabili."

Eða hvað? Getur Ronaldo náð 50 mörkum á þessari leiktíð? Taktu þátt í spurningu dagsins hér vinstra megin á íþróttavef Vísis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×