Fótbolti

Eto'o sá markahæsti frá upphafi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eto'o fagnar fyrra marki sínu í dag.
Eto'o fagnar fyrra marki sínu í dag. Nordic Photos / AFP

Samuel Eto'o varð í dag markahæsti leikmaður Afríkukeppninnar frá upphafi er hann skoraði sitt fimmtánda mark á ferlinum gegn Súdan í dag.

Eto'o bætti svo um betur á lokamínútum leiksins en Kamerún vann leikinn með þremur mörkum gegn engu.

Um leið tryggði liðið sér sigur í fjórðungsúrslitum keppninnar með því að lenda í öðru sæti C-riðils. Egyptaland vann riðilinn þrátt fyrir að hafa gert jafntefli við Zambiu í dag, 1-1.

Riðlakeppninni lýkur á morgun með síðustu tveimur leikjunum í D-riðli.

Eftirtalin lið eru komin áfram:

A-riðill: Gana og Gínea.

B-riðill: Fílabeinsströndin og Nígería.

C-riðill: Egyptaland og Kamerún.

Fjórðungsúrslitin fara svo fram um helgina. Þegar er klárt hvaða lið mætast á laugardaginn:

Gana - Nígería

Fílabeinsströndin - Gínea.

Kamerún mætir svo sigurvegaranum úr D-riðli og Egyptaland liðinu sem verður í öðru sæti í D-riðli.

Túnis og Angóla standa best að vígi í D-riðli en bæði lið eru með fjögur stig. Þau mætast innbyrðis á morgun og jafntefli fleytir báðum liðum áfram en Túnis er með betri markatölu.

Senegal og Suður-Afríka eru bæði með eitt stig og mætast á morgun. Með sigri fer annað liðið upp í fjögur stig og verður því að treysta á að hinum leik riðilsins ljúki ekki með jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×