Erlent

Vélin missti afl í aðflugi að Heathrow

Vélin rifnaði við brotlendinguna.
Vélin rifnaði við brotlendinguna. MYND/AFP

Flugstjóri British Airways vélarinnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær hafði aðeins 30 sekúndur til að bjarga farþegum sínum og áhöfn. Í aðflugi að flugbrautinni uppgötvaði Peter Burkill flugstjóri að Boeing 777 þotan hafði misst afl þegar hann var í 500 feta hæð.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky reyndi hann án árangurs að hækka vélina með því auka kraftinn í hreyflunum þar sem vélin nálgaðist húsþök og vegi.

Burkill varð því að lenda vélinni með 136 farþegum innanborðs nokkur hundruð metrum áður en hann kom að flugbrautarendanum.

Balpa, stéttarfélag flugmanna í Bretlandi, sagði að Burkill og John Coward flugmaður færu hjá sér við umfjöllun fjölmiðla um málið. Á spjallsíðu starfandi flugmanna í Bretlandi voru ennfremur endlaus lofyrði um frammistöðu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×