Fótbolti

AZ vann fyrsta leikinn eftir brotthvarf Grétars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.

Arnar Þór Viðarsson var í byrjunarliði De Graafschap sem tapaði í kvöld fyrir AZ Alkmaar á heimavelli í hollensku úrvalsdeildlinni.

Leikurinn er sá fyrsti hjá AZ síðan að Grétar Rafn Steinsson var seldur til Bolton í Englandi.

Arnar Þór og félagar komust yfir á fyrri hálfleik en leikmenn AZ jöfnuðu metin á lokamínútu fyrri hálfleiks og skoruðu svo sigurmarkið á 50. mínútu leiksins.

Arnar Þór var tekinn af velli á 71. mínútu.

AZ er í níunda sæti deildarinnar en De Graafschap í því tólfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×