Fótbolti

Grétar Rafn í liði ársins hjá hollensku íþróttariti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu.
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel

Grétar Rafn Steinsson var kjörinn í lið ársins í hollensku knattspyrnunni af lesendum tímaritsins Voetbal International.

Meira en 135 þúsund manns tóku þátt í kjörinu og hlaut Grétar Rafn tæp 59 þúsund atkvæði í stöðu hægri bakvarðar en hann leikur með AZ Alkmaar.

Grétar var í gær orðaður við Bolton í ensku úrvalsdeildinni sem mun vera að undirbúa tilboð í hann.

Hann var einnig orðaður við Middlesbrough og Newcastle í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×