Fótbolti

Leikjaniðurröðunin á Möltu klár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/E. Stefán

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í æfingamóti á Möltu dagana 2.-6. febrúar næstkomandi ásamt heimamönnum, Armeníu og Hvíta-Rússlandi.

Íslenska liðið mætir fyrst Hvíta-Rússlandi, svo Möltu og að síðustu Armeníu.

Aðeins síðasti leikdagur mótsins, 6. febrúar, er alþjóðlegur leikdagur og eru því flestir íslenskir atvinnuknattspyrnumenn erlendis gjaldgengir í þann leik. Liðið mun að öðru leyti vera að mestu byggt á leikmönnum sem leika hérlendis.

Leikjaniðurröðunin:

Laugardagur, 2. febrúar:

14.00 Hvíta-Rússland - Ísland

16.15 Malta - Armenía

Mánudagur, 4. febrúar:

16.30 Hvíta-Rússland - Armenía

18.45 Malta - Ísland

Miðvikudagur, 6. febrúar:

16.30 Ísland - Armenía

18.45 Malta - Hvíta-Rússland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×