Innlent

Lögreglan á Suðurnesjum í sannkölluðu nýárshlaupi

MYND/HARi

Lögreglan á Suðurnesjum elti í gærmorgun uppi þrjá menn sem reyndu að komast undan eftir að lögregla hafði afskipti af þeim vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.

Einn mannanna var grunaður um að vera bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hinir tveir undir undir áhrifum áfengis en allir lögðu þeir á flótta á tveimur jafnfljótum.

Alls stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum sjö manns vegna ölvunaraksturst í gærmorgun. Þar að auki var einn maður handtekinn fyrir að brjótast inn á skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar um tíuleytið í gærmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×