Fótbolti

Rangers vann skoska bikarinn

NordcPhotos/GettyImages

Glasgow Rangers varð í dag bikarmeistari í 32. sinn í sögu félagsins þegar liðið vann Queen of the South 3-2 í dramatískum úrslitaleik. Þetta var fyrsti bikarsigur Rangers í fimm ár.

Það var Kris Boyd sem var hetja Rangers og skoraði hann tvö mörk í leiknum. Rangers komst í 2-0 en smáliðið náði með mikilli baráttu að jafna leikinn áður en Boyd tryggði Rangers 3-2 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×