Fótbolti

Ronaldo gat beitt sér að fullu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo á æfingu með Flamengo.
Ronaldo á æfingu með Flamengo. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Ronaldo gat í dag æft af fullum krafti í fyrsta sinn síðan hann meiddist illa á hné fyrir sjö mánuðum síðan.

Ronaldo er sem stendur án félags en hefur verið að æfa með Flamengo í heimalandi sínu til að koma sér aftur í form. Hann varð 32 ára gamall í fyrradag.

„Allan þennan tíma hef ég verið í sjúkraþjálfun og það var mjög mikilvægt að geta æft með bolta á nýjan leik. Það var frábært," sagði Ronaldo við fréttamenn í dag.

Ronaldo hefur mátt glíma við mörg erfið meiðsli á sínum ferli en hann ætlar sér að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn og hefur helst verið orðaður við Manchester City, þó svo að félagið hafi neitað þeim orðrómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×