Fótbolti

Tékkar rugluðust á Litháum og Lettum

Jan Koller skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri eftir atvikið neyðarlega í gær
Jan Koller skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri eftir atvikið neyðarlega í gær AFP

Tékkneska knattspyrnusambandið hefur ritað því litháíska afsökunarbréf eftir neyðarlegan misskilning sem varð á vináttuleik þjóðanna í Prag í gær.

Skipuleggjendur leiksins stóðu þannig í þeirri meiningu að tékkneska liðið væri að fara að mæta Lettum en ekki Litháum. Tékkarnir spiluðu þjóðsöng Letta og birtu mynd af lettneska landsliðinu í dagskránni fyrir leikinn.

Talsmaður tékkneska knattspyrnusambandsins tók mistökin á sig og sagði af sér í kjölfarið. Öðrum starfsmanni var sagt upp störfum og einn einn var sektaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×