Erlent

Mokaði fjölskylduföður í burtu

Grafan á myndinni tengist fréttinni ekki.
Grafan á myndinni tengist fréttinni ekki. MYND/GVA

Fjölskyldufaðir í norska bænum Svolvær hefur kært ökumann snjómokstursgröfu fyrir að hafa skóflað sér af veginum á dögunum.

Gröfumaðurinn var að hreinsa snjó á götum bæjarins aðfaranótt föstudagsins og gekk það vel þar til það fór að hvína í hálkuvörn gröfunnar. Eftir því sem Lofotposten greinir frá leiddist fjölskylduföðurnum hávaðinn og því fór hann út hálfnakinn til þess að fá gröfustjórann til þess að hætta.

Sá lét sér ekki segjast og þegar fjölskyldufaðirinn neitaði að víkja úr vegi gröfunnar tók ökumaðurinn sig til og skóflaði honum upp með snjónum og sturtaði í snjóskafl. Norskir miðlar fylgjast nú spenntir með hvernig málinu muni lykta fyrir dómstólum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×