Fótbolti

Mikil spenna í Skotlandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Barry Ferguson og félagar í Rangers fengu silfurverðlaun í UEFA bikarnum. Hvort fá þeir gull eða silfur í skosku deildinni?
Barry Ferguson og félagar í Rangers fengu silfurverðlaun í UEFA bikarnum. Hvort fá þeir gull eða silfur í skosku deildinni?

Glasgow-liðin Rangers og Celtic hafa jafnmörg stig þegar aðeins ein umferð er eftir í skosku úrvalsdeildinni. Núverandi meistarar í Celtic hafa betri markatölu en það muna fjórum mörkum.

Rangers vann St. Mirren 3-0 í gær en Jean-Claude Darcheville skoraði tvö mörk í leiknum.

Síðustu leikirnir fara fram á fimmtudagskvöld. Rangers heimsækir Aberdeen sem er í 6. sæti á meðan Celtic heimsækir Dundee United sem er í 4. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×