Erlent

Frænka Obamas ólöglega í Bandaríkjunum

Óli Tynes skrifar
Frænka Obamas býr í þessu snotra fjölbýlishúsi í Boston.
Frænka Obamas býr í þessu snotra fjölbýlishúsi í Boston. MYND/AP

Breska blaðið The Times hefur upplýst að Barack Obama eigi frænku sem er ólöglegur innflytjandi í Bandaríkjunum.

Obama hefur gengist við frænkunni, en segist ekki hafa vitað að hún byggi ólöglega í landinu.

Frænkan heitir Zeituni Onyango og er 56 ára gömul.  Í bók sinni „Draumar frá föður mínum" segir Obama frá því að hún hafi tekið á móti honum þegar hann kom til Kenya í fyrsta skipti.

Síðar flutti Onyango til Bandaríkjanna en fyrir fjórum árum var henni synjað um hæli sem pólitískur flóttamaður og beðin að yfirgefa landið.

Það gerði hún þó ekki. Þess í stað flutti hún inn í lítið fjölbýlishús í Boston og lét lítið fyrir sér fara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×