Íslenski boltinn

Davíð Þór til Viking

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Davíð Þór, til hægri, fagnar Íslandsmeistaratitlinum í haust.
Davíð Þór, til hægri, fagnar Íslandsmeistaratitlinum í haust. Mynd/E. Stefán
Davíð Þór Viðarsson mun á næstu dögum æfa með norska úrvalsdeildarfélaginu Viking til reynslu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag.

Davíð tók í sumar við fyrirliðabandinu hjá FH og var lykilmaður í góðum endaspretti liðsins sem tryggði félaginu Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Landsbankadeildar karla.

Hann var áður á mála hjá Lilleström í Noregi en þjálfari Viking í dag er Uwe Rösler, fyrrum þjálfari Davíðs hjá Lilleström.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×