Enski boltinn

Everton aftur upp að hlið Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar

Barátta grannliðanna Liverpool og Everton um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram. Everton vann 1-0 útisigur gegn Sunderland í dag og er því komið aftur upp að hlið Liverpool.

Andy Johnson skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleiknum eftir fyrirgjöf frá Mikel Arteta. Sigurinn var sanngjarn, gestirnir fengu fleiri færi þó þeir hafi ekki sýnt nein stjörnutilþrif.

Everton er með 56 stig, jafnmörg og Liverpool, en þeir rauðu hafa betri markatölu og eru því í fjórða sætinu sem stendur.

Sunderland er í sextánda sæti en þetta var fyrsti tapleikur þeirra á heimavelli á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×