Innlent

Óvíst með tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Hvort eða hvenær framkvæmdir við byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn klárast, er ekki ljóst, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri. Þá segir hún heldur ekki ljóst hvað framkvæmdirnar muni kosta eða hver borgi brúsann.

Reykjavík er að verða eins og Austur-evrópsk borg þar sem hálf kláraðar byggingar standa út um allt. Ein þeirra bygginga sem stendur hálf nakin er tónlistarhúsið í Reykjavík sem áður var í eigu Landsbankans og Nýsis sem nú eru farin í þrot.

Hanna Birna segir óljóst hvenær og hvort húsið verði klárað. Hún vonast til þess að húsið muni ekki standa óklárað.

Síðustu misseri hafa reitir um alla borg staðið auðir og eru þær fjölmargar verkfræði- og arkitektastofurnar sem bíða þess að borgaryfirvöld taki ákvörðun um að þar megi hefja framkvæmdir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×