Innlent

Ólafur F: Flugvallarstarfsemin í sjálfheldu

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon.

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir að núverandi staða í málefnum Reykjavíkurflugvallar sé erfið fyrir alla aðila, jafnt þá sem vilja sjá flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og þá sem vilja að hann fari. Hann segir flugvallarstarfsemina vera í sjálfheldu vegna þeirrar óvissu sem málið er í.

Blaðamaður Vísis spurði Ólaf hvaða augum hann liti þá stöðu sem nú er uppi að Iceland Express fái ekki aðstöðu á vellinum til að hefja þar innanlandsflug. „Það er óneitanlega erfitt um vik, hvort sem þú villt bæta þjónustuna á flugvellinum eða eins og aðrir vilja, að taka skref varðandi skipulag á svæðinu."

„Þetta mál verður bara skoðað í samræmi við það skipulag sem við höfum og erum að reyna að vinna eftir," segir Ólafur varðandi umsókn Iceland Express og hann bætir við varðandi flugvöllinn almennt: „Það er erfitt að flugvallarstarfsemin skuli vera sé í nokkurs konar sjálfheldu í þeirri óvissu sem málið er í."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×