Enski boltinn

McFadden kominn til Birmingham

NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Birmingham hefur gengið frá kaupum á skoska landsliðsframherjanum James McFadden frá Everton fyrir ríflega 5 milljónir punda. McFadden er 24 ára gamall og spilar því framvegis undir stjórn landa síns Alex McLeish.

Áður hafði úrvalsdeildarfélagið gengið frá kaupum á vinstribakverðinum David Murphy frá Hearts í Skotlandi fyrir um 1,5 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×