Innlent

Íslenski fáninn á byggingu stjórnarráðsins klipptur niður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Íslenski fáninn klipptur niður og óþekktum bláleitum fána flaggað.
Íslenski fáninn klipptur niður og óþekktum bláleitum fána flaggað. MYND/Björn Gíslason

Maður, sem klifraði upp á þak stjórnarráðsbyggingarinnar í miðbænum fyrir skömmu og klippti niður íslenska fánann, hefur verið handtekinn og var að koma á lögreglustöð þar sem yfirheyrslur yfir honum eru að hefjast. Þetta segir varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þessi aðili lét þó ekki þar við sitja að klippa niður íslenska fánann heldur festi hann óþekktan bláan fána á fánastöngina sem blaktir nú í snúrunni við hlið þess íslenska.

Slökkviliðið er nú mætt á staðinn til að freista þess að koma fánastönginni í samt lag að sögn fréttaritara Vísis sem er á staðnum.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.