Enski boltinn

King ætlar ekki að hætta

NordcPhotos/GettyImages

Miðvörðurinn Ledley King segir ekkert til þeim þráláta orðrómi sem verið hefur á kreiki í bresku blöðunum að hann sé að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.

King hefur aðeins spilað 10 leiki með Tottenham á leiktíðinni og hefur lítið geta spilað vegna hnémeiðsla síðustu tvö tímabil. Þá hafa möguleikar hans með enska landsliðnu fokið út í vindinn oftar en einu sinni vegna þessa.

"Ég hef heyrt slúður um að ég sé að hætta en ég veit ekki hvaðan það kemur. Það er aldrei gaman að lesa svona en það er ekkert til í því. Ég spilað meiddur í ansi langan tíma og skemmdi fyrir mér með því. Það eina sem ég hugsa um núna er að ná mér góðum í sumar og geta farið að spila tvisvar í viku á ný," sagði King.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×