Innlent

Tvö prósent óku of hratt í Hvalfjarðargöngum

MYND/Pjetur

Einungis tvö prósent ökumanna sem fóru um Hvalfjarðargöngin frá þriðjudegi fram á daginnn í dag óku of hratt samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Alls fóru rúmlega 6.500 ökutæki um göngin á tæpum tveimur sólarhringum en 122 ökumenn voru myndaðir við hraðakstur. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund en sá sem hraðast ók var á 103 kílómetra hraða. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að hlutfall þeirra sem óku of hratt sé svipað og við síðustu vöktun á þessum stað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×