Fljótur að hlaupa af mér jólasteikina Ómar Þorgeirsson skrifar 24. desember 2008 11:00 Aron lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar á árinu og hefur verið fastamaður í landsliðshópi Ólafs Jóhannessonar síðan. Hinum nítján ára Aroni Einari Gunnarssyni hefur skotið upp á stjörnuhimininn á þessu ári þar sem hann hefur unnið sér fast sæti í A-landsliðshópi Íslands og vakið mikla athygli með Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Aron Einar fékk fá tækifæri með aðalliði AZ Alkmaar í Hollandi tímabilið 2007-2008 en var þó kallaður inn í A-landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara fyrir æfingamót á Möltu í byrjun febrúar á þessu ári og spilaði þá sinn fyrsta landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi. En hann hafði þá leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. „Ég var mjög sáttur að fá kallið en Luka Kostic [þáverandi landsliðsþjálfari U-21 árs landsliði Íslands] var búinn að segja mér að ég gæti átt von á því fljótlega. Þegar ég var kominn þarna inn þá vildi ég náttúrulega gera allt til þess að halda mér þar," segir Aron Einar.Aron valdi Coventry eftir að íhuga málið vandlega.„Ég var í samningarviðræðum við AZ Alkmaar en sá um leið að það stefndi ekki í þá átt sem ég var að vonast eftir og því vildi ég skipta um umhverfi. Það voru nokkur félög sem sýndu mér áhuga eftir það og þar á meðal voru ensku úrvalsdeildarfélögin Middlesborough, Hull og Stoke ásamt svo Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Ég var alveg ákveðinn að lenda ekki í sama pakka á Englandi og í Hollandi og vildi fara til félags þar sem ég myndi fá að spila reglulega í byrjunarliði hjá aðalliði í stað þess að spila með unglinga -og varaliðum. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra af íslensku strákunum sem spila á Englandi, Grétar Rafn, Hemma Hreiðars og Jóa Kalla, þá valdi ég Coventry og ég sé alls ekki eftir því. Ég meina ég er bara ungur pjakkur enn þá og er að fá að spila fáránlega mikið miðað við það." Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aron Einar til þessa leikið 22 af 24 leikjum Coventry í Coca-Cola Championship deildinni, þar af 21 leik í byrjunarliðinu, auk þess að spila tvo leiki með liðinu í enska deildabikarnum. Aron Einar hefur hlotið mikið hrós frá Chris Coleman, knattspyrnustjóra Coventry, fyrir spilamennsku sína og þeim félögum kemur vel saman. „Coleman er algjört toppeintak og ég er mjög ánægður með hann sem þjálfara og ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Hann hefur mikla trú á mér og hrósar mér mikið fyrir mitt framlag til liðsins og það er gott að finna fyrir því," segir Akureyringurinn.Aron ætlar ekki að spara sig í jólasteikinni.Coca-Cola Championship deildin er gríðarlega jöfn og Coventry vermir sem stendur 14. sætið en er þó aðeins átta stigum frá 6. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. „Coleman er náttúrulega að reyna að búa til nýtt lið og það getur tekið tíma og menn sýna því skilning. En markmiðið hjá okkur strákunum í liðinu er að komast í úrslitakeppnina sama þótt að það sé ef til vill ekki yfirlýst markmið félagsins," segir Aron Einar ákveðinn. Coventry á leik á annan í jólum, 28. desember og 3. janúar og þess á milli er æft stíft, meðal annars á aðfangadag. Það breytir engu um það að Aron Einar ætlar ekkert að spara sig þegar jólasteikin verður borin á borð í faðmi fjölskyldunnar. „Mamma og pabbi, systir mín og litli frændi minn eru úti hjá mér og það verður að sjálfsögðu boðið upp á hamborgarhrygg og jólaöl á aðfangadag. Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina og ég mun ekkert spara mig í jólasteikinni, ég verð bara fjótur að hlaupa hana af mér aftur," segir Aron Einar á léttum nótum. Enski boltinn Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Hinum nítján ára Aroni Einari Gunnarssyni hefur skotið upp á stjörnuhimininn á þessu ári þar sem hann hefur unnið sér fast sæti í A-landsliðshópi Íslands og vakið mikla athygli með Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Aron Einar fékk fá tækifæri með aðalliði AZ Alkmaar í Hollandi tímabilið 2007-2008 en var þó kallaður inn í A-landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara fyrir æfingamót á Möltu í byrjun febrúar á þessu ári og spilaði þá sinn fyrsta landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi. En hann hafði þá leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. „Ég var mjög sáttur að fá kallið en Luka Kostic [þáverandi landsliðsþjálfari U-21 árs landsliði Íslands] var búinn að segja mér að ég gæti átt von á því fljótlega. Þegar ég var kominn þarna inn þá vildi ég náttúrulega gera allt til þess að halda mér þar," segir Aron Einar.Aron valdi Coventry eftir að íhuga málið vandlega.„Ég var í samningarviðræðum við AZ Alkmaar en sá um leið að það stefndi ekki í þá átt sem ég var að vonast eftir og því vildi ég skipta um umhverfi. Það voru nokkur félög sem sýndu mér áhuga eftir það og þar á meðal voru ensku úrvalsdeildarfélögin Middlesborough, Hull og Stoke ásamt svo Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Ég var alveg ákveðinn að lenda ekki í sama pakka á Englandi og í Hollandi og vildi fara til félags þar sem ég myndi fá að spila reglulega í byrjunarliði hjá aðalliði í stað þess að spila með unglinga -og varaliðum. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra af íslensku strákunum sem spila á Englandi, Grétar Rafn, Hemma Hreiðars og Jóa Kalla, þá valdi ég Coventry og ég sé alls ekki eftir því. Ég meina ég er bara ungur pjakkur enn þá og er að fá að spila fáránlega mikið miðað við það." Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aron Einar til þessa leikið 22 af 24 leikjum Coventry í Coca-Cola Championship deildinni, þar af 21 leik í byrjunarliðinu, auk þess að spila tvo leiki með liðinu í enska deildabikarnum. Aron Einar hefur hlotið mikið hrós frá Chris Coleman, knattspyrnustjóra Coventry, fyrir spilamennsku sína og þeim félögum kemur vel saman. „Coleman er algjört toppeintak og ég er mjög ánægður með hann sem þjálfara og ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Hann hefur mikla trú á mér og hrósar mér mikið fyrir mitt framlag til liðsins og það er gott að finna fyrir því," segir Akureyringurinn.Aron ætlar ekki að spara sig í jólasteikinni.Coca-Cola Championship deildin er gríðarlega jöfn og Coventry vermir sem stendur 14. sætið en er þó aðeins átta stigum frá 6. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. „Coleman er náttúrulega að reyna að búa til nýtt lið og það getur tekið tíma og menn sýna því skilning. En markmiðið hjá okkur strákunum í liðinu er að komast í úrslitakeppnina sama þótt að það sé ef til vill ekki yfirlýst markmið félagsins," segir Aron Einar ákveðinn. Coventry á leik á annan í jólum, 28. desember og 3. janúar og þess á milli er æft stíft, meðal annars á aðfangadag. Það breytir engu um það að Aron Einar ætlar ekkert að spara sig þegar jólasteikin verður borin á borð í faðmi fjölskyldunnar. „Mamma og pabbi, systir mín og litli frændi minn eru úti hjá mér og það verður að sjálfsögðu boðið upp á hamborgarhrygg og jólaöl á aðfangadag. Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina og ég mun ekkert spara mig í jólasteikinni, ég verð bara fjótur að hlaupa hana af mér aftur," segir Aron Einar á léttum nótum.
Enski boltinn Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira