Fljótur að hlaupa af mér jólasteikina Ómar Þorgeirsson skrifar 24. desember 2008 11:00 Aron lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar á árinu og hefur verið fastamaður í landsliðshópi Ólafs Jóhannessonar síðan. Hinum nítján ára Aroni Einari Gunnarssyni hefur skotið upp á stjörnuhimininn á þessu ári þar sem hann hefur unnið sér fast sæti í A-landsliðshópi Íslands og vakið mikla athygli með Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Aron Einar fékk fá tækifæri með aðalliði AZ Alkmaar í Hollandi tímabilið 2007-2008 en var þó kallaður inn í A-landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara fyrir æfingamót á Möltu í byrjun febrúar á þessu ári og spilaði þá sinn fyrsta landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi. En hann hafði þá leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. „Ég var mjög sáttur að fá kallið en Luka Kostic [þáverandi landsliðsþjálfari U-21 árs landsliði Íslands] var búinn að segja mér að ég gæti átt von á því fljótlega. Þegar ég var kominn þarna inn þá vildi ég náttúrulega gera allt til þess að halda mér þar," segir Aron Einar.Aron valdi Coventry eftir að íhuga málið vandlega.„Ég var í samningarviðræðum við AZ Alkmaar en sá um leið að það stefndi ekki í þá átt sem ég var að vonast eftir og því vildi ég skipta um umhverfi. Það voru nokkur félög sem sýndu mér áhuga eftir það og þar á meðal voru ensku úrvalsdeildarfélögin Middlesborough, Hull og Stoke ásamt svo Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Ég var alveg ákveðinn að lenda ekki í sama pakka á Englandi og í Hollandi og vildi fara til félags þar sem ég myndi fá að spila reglulega í byrjunarliði hjá aðalliði í stað þess að spila með unglinga -og varaliðum. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra af íslensku strákunum sem spila á Englandi, Grétar Rafn, Hemma Hreiðars og Jóa Kalla, þá valdi ég Coventry og ég sé alls ekki eftir því. Ég meina ég er bara ungur pjakkur enn þá og er að fá að spila fáránlega mikið miðað við það." Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aron Einar til þessa leikið 22 af 24 leikjum Coventry í Coca-Cola Championship deildinni, þar af 21 leik í byrjunarliðinu, auk þess að spila tvo leiki með liðinu í enska deildabikarnum. Aron Einar hefur hlotið mikið hrós frá Chris Coleman, knattspyrnustjóra Coventry, fyrir spilamennsku sína og þeim félögum kemur vel saman. „Coleman er algjört toppeintak og ég er mjög ánægður með hann sem þjálfara og ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Hann hefur mikla trú á mér og hrósar mér mikið fyrir mitt framlag til liðsins og það er gott að finna fyrir því," segir Akureyringurinn.Aron ætlar ekki að spara sig í jólasteikinni.Coca-Cola Championship deildin er gríðarlega jöfn og Coventry vermir sem stendur 14. sætið en er þó aðeins átta stigum frá 6. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. „Coleman er náttúrulega að reyna að búa til nýtt lið og það getur tekið tíma og menn sýna því skilning. En markmiðið hjá okkur strákunum í liðinu er að komast í úrslitakeppnina sama þótt að það sé ef til vill ekki yfirlýst markmið félagsins," segir Aron Einar ákveðinn. Coventry á leik á annan í jólum, 28. desember og 3. janúar og þess á milli er æft stíft, meðal annars á aðfangadag. Það breytir engu um það að Aron Einar ætlar ekkert að spara sig þegar jólasteikin verður borin á borð í faðmi fjölskyldunnar. „Mamma og pabbi, systir mín og litli frændi minn eru úti hjá mér og það verður að sjálfsögðu boðið upp á hamborgarhrygg og jólaöl á aðfangadag. Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina og ég mun ekkert spara mig í jólasteikinni, ég verð bara fjótur að hlaupa hana af mér aftur," segir Aron Einar á léttum nótum. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Hinum nítján ára Aroni Einari Gunnarssyni hefur skotið upp á stjörnuhimininn á þessu ári þar sem hann hefur unnið sér fast sæti í A-landsliðshópi Íslands og vakið mikla athygli með Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Aron Einar fékk fá tækifæri með aðalliði AZ Alkmaar í Hollandi tímabilið 2007-2008 en var þó kallaður inn í A-landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara fyrir æfingamót á Möltu í byrjun febrúar á þessu ári og spilaði þá sinn fyrsta landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi. En hann hafði þá leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. „Ég var mjög sáttur að fá kallið en Luka Kostic [þáverandi landsliðsþjálfari U-21 árs landsliði Íslands] var búinn að segja mér að ég gæti átt von á því fljótlega. Þegar ég var kominn þarna inn þá vildi ég náttúrulega gera allt til þess að halda mér þar," segir Aron Einar.Aron valdi Coventry eftir að íhuga málið vandlega.„Ég var í samningarviðræðum við AZ Alkmaar en sá um leið að það stefndi ekki í þá átt sem ég var að vonast eftir og því vildi ég skipta um umhverfi. Það voru nokkur félög sem sýndu mér áhuga eftir það og þar á meðal voru ensku úrvalsdeildarfélögin Middlesborough, Hull og Stoke ásamt svo Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Ég var alveg ákveðinn að lenda ekki í sama pakka á Englandi og í Hollandi og vildi fara til félags þar sem ég myndi fá að spila reglulega í byrjunarliði hjá aðalliði í stað þess að spila með unglinga -og varaliðum. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra af íslensku strákunum sem spila á Englandi, Grétar Rafn, Hemma Hreiðars og Jóa Kalla, þá valdi ég Coventry og ég sé alls ekki eftir því. Ég meina ég er bara ungur pjakkur enn þá og er að fá að spila fáránlega mikið miðað við það." Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aron Einar til þessa leikið 22 af 24 leikjum Coventry í Coca-Cola Championship deildinni, þar af 21 leik í byrjunarliðinu, auk þess að spila tvo leiki með liðinu í enska deildabikarnum. Aron Einar hefur hlotið mikið hrós frá Chris Coleman, knattspyrnustjóra Coventry, fyrir spilamennsku sína og þeim félögum kemur vel saman. „Coleman er algjört toppeintak og ég er mjög ánægður með hann sem þjálfara og ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Hann hefur mikla trú á mér og hrósar mér mikið fyrir mitt framlag til liðsins og það er gott að finna fyrir því," segir Akureyringurinn.Aron ætlar ekki að spara sig í jólasteikinni.Coca-Cola Championship deildin er gríðarlega jöfn og Coventry vermir sem stendur 14. sætið en er þó aðeins átta stigum frá 6. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. „Coleman er náttúrulega að reyna að búa til nýtt lið og það getur tekið tíma og menn sýna því skilning. En markmiðið hjá okkur strákunum í liðinu er að komast í úrslitakeppnina sama þótt að það sé ef til vill ekki yfirlýst markmið félagsins," segir Aron Einar ákveðinn. Coventry á leik á annan í jólum, 28. desember og 3. janúar og þess á milli er æft stíft, meðal annars á aðfangadag. Það breytir engu um það að Aron Einar ætlar ekkert að spara sig þegar jólasteikin verður borin á borð í faðmi fjölskyldunnar. „Mamma og pabbi, systir mín og litli frændi minn eru úti hjá mér og það verður að sjálfsögðu boðið upp á hamborgarhrygg og jólaöl á aðfangadag. Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina og ég mun ekkert spara mig í jólasteikinni, ég verð bara fjótur að hlaupa hana af mér aftur," segir Aron Einar á léttum nótum.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira