Fljótur að hlaupa af mér jólasteikina Ómar Þorgeirsson skrifar 24. desember 2008 11:00 Aron lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar á árinu og hefur verið fastamaður í landsliðshópi Ólafs Jóhannessonar síðan. Hinum nítján ára Aroni Einari Gunnarssyni hefur skotið upp á stjörnuhimininn á þessu ári þar sem hann hefur unnið sér fast sæti í A-landsliðshópi Íslands og vakið mikla athygli með Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Aron Einar fékk fá tækifæri með aðalliði AZ Alkmaar í Hollandi tímabilið 2007-2008 en var þó kallaður inn í A-landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara fyrir æfingamót á Möltu í byrjun febrúar á þessu ári og spilaði þá sinn fyrsta landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi. En hann hafði þá leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. „Ég var mjög sáttur að fá kallið en Luka Kostic [þáverandi landsliðsþjálfari U-21 árs landsliði Íslands] var búinn að segja mér að ég gæti átt von á því fljótlega. Þegar ég var kominn þarna inn þá vildi ég náttúrulega gera allt til þess að halda mér þar," segir Aron Einar.Aron valdi Coventry eftir að íhuga málið vandlega.„Ég var í samningarviðræðum við AZ Alkmaar en sá um leið að það stefndi ekki í þá átt sem ég var að vonast eftir og því vildi ég skipta um umhverfi. Það voru nokkur félög sem sýndu mér áhuga eftir það og þar á meðal voru ensku úrvalsdeildarfélögin Middlesborough, Hull og Stoke ásamt svo Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Ég var alveg ákveðinn að lenda ekki í sama pakka á Englandi og í Hollandi og vildi fara til félags þar sem ég myndi fá að spila reglulega í byrjunarliði hjá aðalliði í stað þess að spila með unglinga -og varaliðum. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra af íslensku strákunum sem spila á Englandi, Grétar Rafn, Hemma Hreiðars og Jóa Kalla, þá valdi ég Coventry og ég sé alls ekki eftir því. Ég meina ég er bara ungur pjakkur enn þá og er að fá að spila fáránlega mikið miðað við það." Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aron Einar til þessa leikið 22 af 24 leikjum Coventry í Coca-Cola Championship deildinni, þar af 21 leik í byrjunarliðinu, auk þess að spila tvo leiki með liðinu í enska deildabikarnum. Aron Einar hefur hlotið mikið hrós frá Chris Coleman, knattspyrnustjóra Coventry, fyrir spilamennsku sína og þeim félögum kemur vel saman. „Coleman er algjört toppeintak og ég er mjög ánægður með hann sem þjálfara og ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Hann hefur mikla trú á mér og hrósar mér mikið fyrir mitt framlag til liðsins og það er gott að finna fyrir því," segir Akureyringurinn.Aron ætlar ekki að spara sig í jólasteikinni.Coca-Cola Championship deildin er gríðarlega jöfn og Coventry vermir sem stendur 14. sætið en er þó aðeins átta stigum frá 6. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. „Coleman er náttúrulega að reyna að búa til nýtt lið og það getur tekið tíma og menn sýna því skilning. En markmiðið hjá okkur strákunum í liðinu er að komast í úrslitakeppnina sama þótt að það sé ef til vill ekki yfirlýst markmið félagsins," segir Aron Einar ákveðinn. Coventry á leik á annan í jólum, 28. desember og 3. janúar og þess á milli er æft stíft, meðal annars á aðfangadag. Það breytir engu um það að Aron Einar ætlar ekkert að spara sig þegar jólasteikin verður borin á borð í faðmi fjölskyldunnar. „Mamma og pabbi, systir mín og litli frændi minn eru úti hjá mér og það verður að sjálfsögðu boðið upp á hamborgarhrygg og jólaöl á aðfangadag. Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina og ég mun ekkert spara mig í jólasteikinni, ég verð bara fjótur að hlaupa hana af mér aftur," segir Aron Einar á léttum nótum. Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Hinum nítján ára Aroni Einari Gunnarssyni hefur skotið upp á stjörnuhimininn á þessu ári þar sem hann hefur unnið sér fast sæti í A-landsliðshópi Íslands og vakið mikla athygli með Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Aron Einar fékk fá tækifæri með aðalliði AZ Alkmaar í Hollandi tímabilið 2007-2008 en var þó kallaður inn í A-landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara fyrir æfingamót á Möltu í byrjun febrúar á þessu ári og spilaði þá sinn fyrsta landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi. En hann hafði þá leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. „Ég var mjög sáttur að fá kallið en Luka Kostic [þáverandi landsliðsþjálfari U-21 árs landsliði Íslands] var búinn að segja mér að ég gæti átt von á því fljótlega. Þegar ég var kominn þarna inn þá vildi ég náttúrulega gera allt til þess að halda mér þar," segir Aron Einar.Aron valdi Coventry eftir að íhuga málið vandlega.„Ég var í samningarviðræðum við AZ Alkmaar en sá um leið að það stefndi ekki í þá átt sem ég var að vonast eftir og því vildi ég skipta um umhverfi. Það voru nokkur félög sem sýndu mér áhuga eftir það og þar á meðal voru ensku úrvalsdeildarfélögin Middlesborough, Hull og Stoke ásamt svo Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Ég var alveg ákveðinn að lenda ekki í sama pakka á Englandi og í Hollandi og vildi fara til félags þar sem ég myndi fá að spila reglulega í byrjunarliði hjá aðalliði í stað þess að spila með unglinga -og varaliðum. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra af íslensku strákunum sem spila á Englandi, Grétar Rafn, Hemma Hreiðars og Jóa Kalla, þá valdi ég Coventry og ég sé alls ekki eftir því. Ég meina ég er bara ungur pjakkur enn þá og er að fá að spila fáránlega mikið miðað við það." Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aron Einar til þessa leikið 22 af 24 leikjum Coventry í Coca-Cola Championship deildinni, þar af 21 leik í byrjunarliðinu, auk þess að spila tvo leiki með liðinu í enska deildabikarnum. Aron Einar hefur hlotið mikið hrós frá Chris Coleman, knattspyrnustjóra Coventry, fyrir spilamennsku sína og þeim félögum kemur vel saman. „Coleman er algjört toppeintak og ég er mjög ánægður með hann sem þjálfara og ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Hann hefur mikla trú á mér og hrósar mér mikið fyrir mitt framlag til liðsins og það er gott að finna fyrir því," segir Akureyringurinn.Aron ætlar ekki að spara sig í jólasteikinni.Coca-Cola Championship deildin er gríðarlega jöfn og Coventry vermir sem stendur 14. sætið en er þó aðeins átta stigum frá 6. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. „Coleman er náttúrulega að reyna að búa til nýtt lið og það getur tekið tíma og menn sýna því skilning. En markmiðið hjá okkur strákunum í liðinu er að komast í úrslitakeppnina sama þótt að það sé ef til vill ekki yfirlýst markmið félagsins," segir Aron Einar ákveðinn. Coventry á leik á annan í jólum, 28. desember og 3. janúar og þess á milli er æft stíft, meðal annars á aðfangadag. Það breytir engu um það að Aron Einar ætlar ekkert að spara sig þegar jólasteikin verður borin á borð í faðmi fjölskyldunnar. „Mamma og pabbi, systir mín og litli frændi minn eru úti hjá mér og það verður að sjálfsögðu boðið upp á hamborgarhrygg og jólaöl á aðfangadag. Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina og ég mun ekkert spara mig í jólasteikinni, ég verð bara fjótur að hlaupa hana af mér aftur," segir Aron Einar á léttum nótum.
Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira