Enski boltinn

Cardiff fær að fara í Evrópukeppnina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Peter Whittingham, leikmaður Cardiff, spilar í Evrópukeppninni næsta tímabil ef lið hans nær að leggja Portsmouth.
Peter Whittingham, leikmaður Cardiff, spilar í Evrópukeppninni næsta tímabil ef lið hans nær að leggja Portsmouth.

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Cardiff City verði fulltrúi þess í Evrópukeppni félagsliða ef því tekst að vinna sigur í úrslitaleik FA bikarsins.

Cardiff er frá Wales en tekur þátt í ensku deildarkeppninni. Félagið er með fulla aðild að knattspyrnusambandi Wales en aðeins aukaaðild að knattspyrnusambandi Englands.

Undir núgildandi reglum ætti Cardiff því ekki að komast í Evrópukeppnina þrátt fyrir sigur í FA bikarnum.

Enska knattspyrnusambandið ákvað einnig í dag að þjóðsöngur Wales verði leikinn fyrir úrslitaleikinn á Wembley þann 17. maí en Cardiff sem er í 1. deild mætir úrvalsdeildarliði Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×