Innlent

Samfylkingarþingmenn ræddu ekki ummæli Davíðs

MYND/GVA

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að algjör samstaða þurfi að vera á milli ríkisstjónar og Seðlabanka þegar taka á á móti fjármunum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og búa til viðspyrnu hér á landi.

Þetta kom fram í máli hans eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar í Alþingishúsinu sem lauk fyrir stundu. Aðspurður sagði Lúðvík að orð Davíðs Oddssonar um ábyrgð ríkisstjórnarinnar á bankahruninu hefðu ekki verið rædd. Aðspurður hvað þingflokknum fyndist um orð Davíðs um ábyrgð ríkisstjórnarinnar sagði Lúðvík að allir bæru ábyrgð á ástandinu en það þjónaði engum tilgangi að vísa ábyrgðinni frá sér.

Aðspurður sagði hann afar erfitt að taka lánsfjármuni heim og búa til viðspyrnu nema það væri alger samstaða milli ríkisstjónar og Seðlabanka. Spurður sagði hann að skapa þyrfti þá samstöðu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×