Enski boltinn

Gerrard tæpur fyrir Meistaradeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard fagnar marki í Meistaradeildinni í vetur.
Steven Gerrard fagnar marki í Meistaradeildinni í vetur. Nordic Photos / Getty Images
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur greint frá því að Steven Gerrard er tæpur fyrir fyrri viðureign liðsins gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn fer fram á þriðjudaginn en Gerrard var ekki í leikmannahópi Liverpool sem vann 2-0 sigur á Fulham í gær. Gerrard á við meiðsli á hálsi að stríða.

„Við vitum ekki hvort hann geti spilað," sagði Benitez. „Steven er að vinna með sjúkraþjálfurunum. Honum fer batnandi en það er of snemmt að segja til um þriðjudaginn. Maður verður alltaf að fara varlega með hálsmeiðsli."

Sami Hyypia þurfti að fara af velli með höfuðáverka í hálfleik í gær en Benitez sagði að hann yrði sennilega orðinn góður fyrir þriðjudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×