Enski boltinn

Grant: Erum enn með í titilbaráttunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea.
Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant er ekki búinn að afskrifa Chelsea í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þó svo að liðið hafi tapað dýrmætum stigum gegn Wigan í gær.

Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Wigan en það var Emile Heskey sem skoraði jöfnunarmark Wigan í uppbótartíma.

Úrslitin þýða að Chelsea er fimm stigum á eftir United þegar fjórum leikjum er ólokið. Chelsea og Manchester United eiga eftir að mætast innbyrðis.

„Við erum enn með í titilbaráttunni. Þetta er erfiðara nú en við getum enn barist fyrir þessu," sagði Grant en Chelsea mætir Everton á fimmtudaginn og United um aðra helgi.

„Við þurfum að vinna leikina gegn Everton og Manchester United. Ef ekki verður það enn erfiðara. Við þurfum einnig að fá slæm úrslit hjá Manchester United."

„Við vissum að við gætum tapað stigum en við vildum ekki að það myndi gerast gegn Wigan."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×