Innlent

Síbrotamaður í áframhaldandi gæsluvarðhaldi

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni sem dæmdur var til þriggja ára fangelsisrefsingar í lok síðasta mánaðar.

Skal hann sæta varðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti, en þó ekki lengur en til 20. febrúar. Maðurinn, sem setið hefur í varðhaldi frá því í ágúst, var dæmdur í þriggja ára fangelsi þann 31. október fyrir fjölmörg brot.

Þar var hann meðal annars sakfelldur fyrir hafa ýmist sparkað, bitið eða hrækt framan í lögregluþjóna þegar hann hefur verið handtekinn. Einnig var hann dæmdur fyrir þjófnaði, tilraun til fjársvika, eignaspjöll, nytjastuld og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×