Fótbolti

Margrét Lára í útlendingavali í Bandaríkjunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals.
Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals. Mynd/Stefán

Bandaríska atvinnumannadeildin birti í gær hvaða lið hefðu rétt til að semja við hvaða erlendu leikmenn fyrir komandi keppnistímabil. Keppni í atvinnumannadeildinni hefst á næsta ári.

Valinu mætti líkja við nýliðaval í bandarísku atvinnumannadeildunum nema þetta veitir bandarísku félögunum aðeins rétt að kanna hug viðkomandi leikmanna um að koma til viðkomandi liðs í Bandaríkjunum.

Bandarísku liðin þurfa fyrst að ræða við lið viðkomandi leikmanna og þá leikmennina sjálfa, fái þau heimild til þess.

Margrét Lára er einn 28 leikmanna sem eru í valinu en sjö lið eru í deildinni. St. Louis fékk fyrst réttinn til að ræða við hana en skipti við Los Angeles fyrir Lottu Schelin frá Svíþjóð.

Los Angeles fékk einnig réttinn til að ræða við Han Duan frá Kína, Aya Miyama frá Japan og Mörtu frá Brasilíu en sú síðastnefnda hefur verið með bestu leikmönnum heims undanfarin ár.

Margrét Lára sagði þó í samtali við fótbolta.net að hún væri ekki viss um að Bandaríkin væri rétti staðurinn fyrir hana nú.

„Ég á eftir að hugsa þetta betur þegar ég kem heim og er búin að klára mín markmið með Val og landsliðinu. En það er án efa mikill heiður að vera nefndur við þessa deild og að komast í þennan pott. Það er mjög gaman af því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×