Innlent

Frumvarp um breytt eftirlaunalög lagt fyrir Alþingi á morgun

Ríkisstjórnin á fundi á Þingvöllum.
Ríkisstjórnin á fundi á Þingvöllum.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa samkvæmt heimildum Vísis náð samkomulagi um að gera breytingar á umdeildum eftirlaunalögum og verður frumvarp þess efnis lagt fyrir á Alþingi á morgun.

Núverandi lög tryggja æðstu embættismönnum landsins betri lífeyriskjör en almenningur býr við. Í lögunum er gert ráð fyrir að stjórnmálamenn geti, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, notið fullra eftirlauna við 55 ára aldur sem er talsvert yngri aldur en almennt gildir. Frumvarpið sem nú liggur fyrir gerir meðal annars ráð fyrir því að þessu ákvæði laganna verði breytt.

Eftirlaunalögin voru samþykkt á Alþingi í desember 2003 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Guðmundar Árna Stefánssonar þáverandi þingmanns Samfylkingar.

Alla tíð síðan hafa lögin þótt umdeild og er kveðið á um í núverandi stjórnarsáttmála að þau verði endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×