Erlent

Enn einn eftirskálftinn í Sísjúan

Enn einn eftirskjálftinn reið yfir Sísjúan hérað í Kína í dag. Kínverski ríkisfjölmiðilinn Xinuha greinir frá því að þrír hafi látist og meira en eitt þúsund manns hafi slasast í eftirskjálftanum sem var 5,7 á ricther.

Skjálftinn í dag kemur í kjölfar mikils jarðskjálfta sem varð á svæðinu fyrir sex dögum með þeim afleiðingum að tugþúsundir létust.

Xinhua segir að í eftirskjálftanum í dag hafi allmörg hús hrunið og að 377 kílómetrar af vegum auk sex brúa hafi eyðilaggst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×