Innlent

Ólafur: Sjálfstæðismenn vildu reka yfirmann hjá borginni

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, tilvonandi borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, tilvonandi borgarstjóri.

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur vildu reka Ragnhildi Bjarnadóttur, sviðsstjóra leikskólaviðs, þar sem hún hlýddi ekki skilyrðislaust, að sögn Ólafs F. Magnússonar fráfarandi borgarstjóra.

Ólafur sagði í samtali við Vísi að sjálfstæðismenn hafi viljað reka Ragnhildi, sem Ólafur segir að sé einn af bestu starfsmönnum borgarinnar, fyrir þær sakir ,,einar að leiðbeina lítt reyndum formanni fagráðsins." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er formaður leikskólaráðs.

,,Ég sé ástæðu til að greina frá þessu þegar Þorbjörg Helga er að reyna að halda því að það hafi staðið á mér að standa vandað að málum og stunda vandaða fjárhagsvinnu í borgvinni. Þvert á móti hefur það verið takmark mitt og annarra að hafa bönd á eyðslusömum formönnum fagráðanna. Það er að segja þessu unga og óreynda fólki í Sjálfstæðisflokknum sem hefur lítið látið sig varða vandaða og agaða fjármálastjórn," segir Ólafur

Í fréttum Ríkissjónvarpssins sagði Þorbjörg Helga ekki hafi staðið til að reka Ragnhildi og henni þætti ósmekklegt af Ólafi að draga embættismann inn í umræðu um borgarmál með þessum hætti. Ragnhildur staðfesti í fréttum Rúv að skoðanir hafi verið skiptar en hún segist ekki hafa vitað að til stæði að segja henni upp sem sviðsstjóra leikskólasviðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×