Enski boltinn

Arsenal er illa við að vera mætt af hörku

Abdoulaye Faye
Abdoulaye Faye NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Abdoulaye Faye hjá Stoke segir sína menn geta veitt Arsenal góða samkeppni í dag þar sem Lundúnaliðinu sé ekki vel við það þegar því er mætt af hörku.

Faye var áður í liði Bolton sem átti það til að gera Arsenal lífið leitt með hörðum leik og hann furðar sig á því af hverju fleiri lið geri það ekki þegar þau mæta lærisveinum Arsene Wenger.

"Af öllum toppliðunum er Arsenal það lið sem má síst við því að spila fast. Þeim er meinilla við það þegar lið mæta þeim af hörku. Þeir spila frábæra knattspyrnu, en þegar ég var hjá Bolton, vorum við vanir að pressa þá stíft og það líkaði þeim afar illa. Það er hægt að hræða þá og ég skil ekki af hverju öll lið gera það ekki. Þeim er illa við að spila gegn stórum og sterkum leikmönnum og það er enginn skortur á þeim hér hjá Stoke," sagði varnarmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×