Ólafur: Svaf betur í nótt en eftir leikinn gegn Þrótti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2008 11:52 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika sagði í samtali við Vísi í dag að hann hefur oft sofið verr en hann gerði í nótt þrátt fyrir 6-3 tap sinna manna fyrir Grindavík á heimavelli í gær. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þrótt í annarri umferð. „Eftir þann leik sofnaði ég klukkan fimm. Í gærkvöldi var ég sofnaður um tvöleytið. Ég svaf því betur í nótt þó svo að afhroðið í gær hafi verið verra en í Þróttaraleiknum," sagði Ólafur í léttum dúr. „Eftir leikinn gegn Þrótti var ég mikið að greina leikinn og átta mig á því hvað nákvæmlega fór úrskeðis. En í gær var einfaldlega um sameiginlegt gjaldþrot allra leikmanna að ræða." „Þegar við fengum á okkur fyrsta markið á fyrstu sekúndum leiksins hugsaði ég með mér að svona lagað á það til að gerast. Við jöfnum svo en þá skora þeir 2-1, 3-1, 4-1 og svo 5-1. Þá fallast manni hendur. Ég viðurkenni fúslega að það var mjög erfitt að taka á þeirri stöðu enda áttu allir slæman leik. Meira að segja Arnar Grétarsson átti slæman dag og ekki hefur hann brugðist okkur hingað til." Eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan hafa minnst átta mörk verið skoruð í þremur leikjum til þessa á tímabilinu. Ólafur hefur þó ekki áhyggjur af slökum varnarleik íslensku liðanna og benti til á mynda á eigið lið í því sambandi. „Fyrir leikinn í gær vorum við búnir að fá okkur tvö mörk, bæði eftir föst leikatriði. Það var því aldrei búið að spila okkur út. Svo í þessum leik í gær komu fimm af mörkunum sex úr opnum leik. Við vorum sundurspilaðir sem var á skjön við hina leikina okkar." „Ég veit ekki hvort það getur talist jákvætt en þetta segir mér þó á hverju ég þarf að taka. En svo getur maður heldur ekki vitað hvort þetta eru veikleikar hjá liðinu eða bara andlegt hrun leikmanna." Blikar munu æfa saman í dag en næsti leikur liðsins er gegn Fjölni á útivelli á sunnudaginn kemur. Ólafur viðurkennir að það sé erfitt að koma sínum liði aftur á rétta braut eftir slíka útreið sem það fékk í gær. „Þetta er mjög viðkvæm staða. Við sátum í 40 mínútur inn í klefa eftir leikinn í gær og þá fór ekki á milli mála hvað mér fannst um frammistöðu leikmanna. En ég hef yfirleitt þann háttin á að eftir fyrstu æfingu eftir leik lokum við á það sem liðið er og horfum fram á veginn. Leikmenn sýndu mikið agaleysi í fyrri hálfleik í gær og ég mun hamra á því að fá agann aftur í liðið. Menn þurfa að sinna sínum hlutverkum." „En eftir svona leik þarf líka að efla sjálfstraustið á nýjan leik og mun ég reyna að sinna því líka. En það er alveg ljóst að það verður engin miskun." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Flest mörk í einum leik í sex ár Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár. 27. maí 2008 11:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika sagði í samtali við Vísi í dag að hann hefur oft sofið verr en hann gerði í nótt þrátt fyrir 6-3 tap sinna manna fyrir Grindavík á heimavelli í gær. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þrótt í annarri umferð. „Eftir þann leik sofnaði ég klukkan fimm. Í gærkvöldi var ég sofnaður um tvöleytið. Ég svaf því betur í nótt þó svo að afhroðið í gær hafi verið verra en í Þróttaraleiknum," sagði Ólafur í léttum dúr. „Eftir leikinn gegn Þrótti var ég mikið að greina leikinn og átta mig á því hvað nákvæmlega fór úrskeðis. En í gær var einfaldlega um sameiginlegt gjaldþrot allra leikmanna að ræða." „Þegar við fengum á okkur fyrsta markið á fyrstu sekúndum leiksins hugsaði ég með mér að svona lagað á það til að gerast. Við jöfnum svo en þá skora þeir 2-1, 3-1, 4-1 og svo 5-1. Þá fallast manni hendur. Ég viðurkenni fúslega að það var mjög erfitt að taka á þeirri stöðu enda áttu allir slæman leik. Meira að segja Arnar Grétarsson átti slæman dag og ekki hefur hann brugðist okkur hingað til." Eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan hafa minnst átta mörk verið skoruð í þremur leikjum til þessa á tímabilinu. Ólafur hefur þó ekki áhyggjur af slökum varnarleik íslensku liðanna og benti til á mynda á eigið lið í því sambandi. „Fyrir leikinn í gær vorum við búnir að fá okkur tvö mörk, bæði eftir föst leikatriði. Það var því aldrei búið að spila okkur út. Svo í þessum leik í gær komu fimm af mörkunum sex úr opnum leik. Við vorum sundurspilaðir sem var á skjön við hina leikina okkar." „Ég veit ekki hvort það getur talist jákvætt en þetta segir mér þó á hverju ég þarf að taka. En svo getur maður heldur ekki vitað hvort þetta eru veikleikar hjá liðinu eða bara andlegt hrun leikmanna." Blikar munu æfa saman í dag en næsti leikur liðsins er gegn Fjölni á útivelli á sunnudaginn kemur. Ólafur viðurkennir að það sé erfitt að koma sínum liði aftur á rétta braut eftir slíka útreið sem það fékk í gær. „Þetta er mjög viðkvæm staða. Við sátum í 40 mínútur inn í klefa eftir leikinn í gær og þá fór ekki á milli mála hvað mér fannst um frammistöðu leikmanna. En ég hef yfirleitt þann háttin á að eftir fyrstu æfingu eftir leik lokum við á það sem liðið er og horfum fram á veginn. Leikmenn sýndu mikið agaleysi í fyrri hálfleik í gær og ég mun hamra á því að fá agann aftur í liðið. Menn þurfa að sinna sínum hlutverkum." „En eftir svona leik þarf líka að efla sjálfstraustið á nýjan leik og mun ég reyna að sinna því líka. En það er alveg ljóst að það verður engin miskun."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Flest mörk í einum leik í sex ár Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár. 27. maí 2008 11:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Flest mörk í einum leik í sex ár Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár. 27. maí 2008 11:00