Ólafur: Svaf betur í nótt en eftir leikinn gegn Þrótti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2008 11:52 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika sagði í samtali við Vísi í dag að hann hefur oft sofið verr en hann gerði í nótt þrátt fyrir 6-3 tap sinna manna fyrir Grindavík á heimavelli í gær. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þrótt í annarri umferð. „Eftir þann leik sofnaði ég klukkan fimm. Í gærkvöldi var ég sofnaður um tvöleytið. Ég svaf því betur í nótt þó svo að afhroðið í gær hafi verið verra en í Þróttaraleiknum," sagði Ólafur í léttum dúr. „Eftir leikinn gegn Þrótti var ég mikið að greina leikinn og átta mig á því hvað nákvæmlega fór úrskeðis. En í gær var einfaldlega um sameiginlegt gjaldþrot allra leikmanna að ræða." „Þegar við fengum á okkur fyrsta markið á fyrstu sekúndum leiksins hugsaði ég með mér að svona lagað á það til að gerast. Við jöfnum svo en þá skora þeir 2-1, 3-1, 4-1 og svo 5-1. Þá fallast manni hendur. Ég viðurkenni fúslega að það var mjög erfitt að taka á þeirri stöðu enda áttu allir slæman leik. Meira að segja Arnar Grétarsson átti slæman dag og ekki hefur hann brugðist okkur hingað til." Eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan hafa minnst átta mörk verið skoruð í þremur leikjum til þessa á tímabilinu. Ólafur hefur þó ekki áhyggjur af slökum varnarleik íslensku liðanna og benti til á mynda á eigið lið í því sambandi. „Fyrir leikinn í gær vorum við búnir að fá okkur tvö mörk, bæði eftir föst leikatriði. Það var því aldrei búið að spila okkur út. Svo í þessum leik í gær komu fimm af mörkunum sex úr opnum leik. Við vorum sundurspilaðir sem var á skjön við hina leikina okkar." „Ég veit ekki hvort það getur talist jákvætt en þetta segir mér þó á hverju ég þarf að taka. En svo getur maður heldur ekki vitað hvort þetta eru veikleikar hjá liðinu eða bara andlegt hrun leikmanna." Blikar munu æfa saman í dag en næsti leikur liðsins er gegn Fjölni á útivelli á sunnudaginn kemur. Ólafur viðurkennir að það sé erfitt að koma sínum liði aftur á rétta braut eftir slíka útreið sem það fékk í gær. „Þetta er mjög viðkvæm staða. Við sátum í 40 mínútur inn í klefa eftir leikinn í gær og þá fór ekki á milli mála hvað mér fannst um frammistöðu leikmanna. En ég hef yfirleitt þann háttin á að eftir fyrstu æfingu eftir leik lokum við á það sem liðið er og horfum fram á veginn. Leikmenn sýndu mikið agaleysi í fyrri hálfleik í gær og ég mun hamra á því að fá agann aftur í liðið. Menn þurfa að sinna sínum hlutverkum." „En eftir svona leik þarf líka að efla sjálfstraustið á nýjan leik og mun ég reyna að sinna því líka. En það er alveg ljóst að það verður engin miskun." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Flest mörk í einum leik í sex ár Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár. 27. maí 2008 11:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika sagði í samtali við Vísi í dag að hann hefur oft sofið verr en hann gerði í nótt þrátt fyrir 6-3 tap sinna manna fyrir Grindavík á heimavelli í gær. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þrótt í annarri umferð. „Eftir þann leik sofnaði ég klukkan fimm. Í gærkvöldi var ég sofnaður um tvöleytið. Ég svaf því betur í nótt þó svo að afhroðið í gær hafi verið verra en í Þróttaraleiknum," sagði Ólafur í léttum dúr. „Eftir leikinn gegn Þrótti var ég mikið að greina leikinn og átta mig á því hvað nákvæmlega fór úrskeðis. En í gær var einfaldlega um sameiginlegt gjaldþrot allra leikmanna að ræða." „Þegar við fengum á okkur fyrsta markið á fyrstu sekúndum leiksins hugsaði ég með mér að svona lagað á það til að gerast. Við jöfnum svo en þá skora þeir 2-1, 3-1, 4-1 og svo 5-1. Þá fallast manni hendur. Ég viðurkenni fúslega að það var mjög erfitt að taka á þeirri stöðu enda áttu allir slæman leik. Meira að segja Arnar Grétarsson átti slæman dag og ekki hefur hann brugðist okkur hingað til." Eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan hafa minnst átta mörk verið skoruð í þremur leikjum til þessa á tímabilinu. Ólafur hefur þó ekki áhyggjur af slökum varnarleik íslensku liðanna og benti til á mynda á eigið lið í því sambandi. „Fyrir leikinn í gær vorum við búnir að fá okkur tvö mörk, bæði eftir föst leikatriði. Það var því aldrei búið að spila okkur út. Svo í þessum leik í gær komu fimm af mörkunum sex úr opnum leik. Við vorum sundurspilaðir sem var á skjön við hina leikina okkar." „Ég veit ekki hvort það getur talist jákvætt en þetta segir mér þó á hverju ég þarf að taka. En svo getur maður heldur ekki vitað hvort þetta eru veikleikar hjá liðinu eða bara andlegt hrun leikmanna." Blikar munu æfa saman í dag en næsti leikur liðsins er gegn Fjölni á útivelli á sunnudaginn kemur. Ólafur viðurkennir að það sé erfitt að koma sínum liði aftur á rétta braut eftir slíka útreið sem það fékk í gær. „Þetta er mjög viðkvæm staða. Við sátum í 40 mínútur inn í klefa eftir leikinn í gær og þá fór ekki á milli mála hvað mér fannst um frammistöðu leikmanna. En ég hef yfirleitt þann háttin á að eftir fyrstu æfingu eftir leik lokum við á það sem liðið er og horfum fram á veginn. Leikmenn sýndu mikið agaleysi í fyrri hálfleik í gær og ég mun hamra á því að fá agann aftur í liðið. Menn þurfa að sinna sínum hlutverkum." „En eftir svona leik þarf líka að efla sjálfstraustið á nýjan leik og mun ég reyna að sinna því líka. En það er alveg ljóst að það verður engin miskun."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Flest mörk í einum leik í sex ár Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár. 27. maí 2008 11:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Flest mörk í einum leik í sex ár Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár. 27. maí 2008 11:00