Ólafur: Svaf betur í nótt en eftir leikinn gegn Þrótti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2008 11:52 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika sagði í samtali við Vísi í dag að hann hefur oft sofið verr en hann gerði í nótt þrátt fyrir 6-3 tap sinna manna fyrir Grindavík á heimavelli í gær. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þrótt í annarri umferð. „Eftir þann leik sofnaði ég klukkan fimm. Í gærkvöldi var ég sofnaður um tvöleytið. Ég svaf því betur í nótt þó svo að afhroðið í gær hafi verið verra en í Þróttaraleiknum," sagði Ólafur í léttum dúr. „Eftir leikinn gegn Þrótti var ég mikið að greina leikinn og átta mig á því hvað nákvæmlega fór úrskeðis. En í gær var einfaldlega um sameiginlegt gjaldþrot allra leikmanna að ræða." „Þegar við fengum á okkur fyrsta markið á fyrstu sekúndum leiksins hugsaði ég með mér að svona lagað á það til að gerast. Við jöfnum svo en þá skora þeir 2-1, 3-1, 4-1 og svo 5-1. Þá fallast manni hendur. Ég viðurkenni fúslega að það var mjög erfitt að taka á þeirri stöðu enda áttu allir slæman leik. Meira að segja Arnar Grétarsson átti slæman dag og ekki hefur hann brugðist okkur hingað til." Eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan hafa minnst átta mörk verið skoruð í þremur leikjum til þessa á tímabilinu. Ólafur hefur þó ekki áhyggjur af slökum varnarleik íslensku liðanna og benti til á mynda á eigið lið í því sambandi. „Fyrir leikinn í gær vorum við búnir að fá okkur tvö mörk, bæði eftir föst leikatriði. Það var því aldrei búið að spila okkur út. Svo í þessum leik í gær komu fimm af mörkunum sex úr opnum leik. Við vorum sundurspilaðir sem var á skjön við hina leikina okkar." „Ég veit ekki hvort það getur talist jákvætt en þetta segir mér þó á hverju ég þarf að taka. En svo getur maður heldur ekki vitað hvort þetta eru veikleikar hjá liðinu eða bara andlegt hrun leikmanna." Blikar munu æfa saman í dag en næsti leikur liðsins er gegn Fjölni á útivelli á sunnudaginn kemur. Ólafur viðurkennir að það sé erfitt að koma sínum liði aftur á rétta braut eftir slíka útreið sem það fékk í gær. „Þetta er mjög viðkvæm staða. Við sátum í 40 mínútur inn í klefa eftir leikinn í gær og þá fór ekki á milli mála hvað mér fannst um frammistöðu leikmanna. En ég hef yfirleitt þann háttin á að eftir fyrstu æfingu eftir leik lokum við á það sem liðið er og horfum fram á veginn. Leikmenn sýndu mikið agaleysi í fyrri hálfleik í gær og ég mun hamra á því að fá agann aftur í liðið. Menn þurfa að sinna sínum hlutverkum." „En eftir svona leik þarf líka að efla sjálfstraustið á nýjan leik og mun ég reyna að sinna því líka. En það er alveg ljóst að það verður engin miskun." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Flest mörk í einum leik í sex ár Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár. 27. maí 2008 11:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika sagði í samtali við Vísi í dag að hann hefur oft sofið verr en hann gerði í nótt þrátt fyrir 6-3 tap sinna manna fyrir Grindavík á heimavelli í gær. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þrótt í annarri umferð. „Eftir þann leik sofnaði ég klukkan fimm. Í gærkvöldi var ég sofnaður um tvöleytið. Ég svaf því betur í nótt þó svo að afhroðið í gær hafi verið verra en í Þróttaraleiknum," sagði Ólafur í léttum dúr. „Eftir leikinn gegn Þrótti var ég mikið að greina leikinn og átta mig á því hvað nákvæmlega fór úrskeðis. En í gær var einfaldlega um sameiginlegt gjaldþrot allra leikmanna að ræða." „Þegar við fengum á okkur fyrsta markið á fyrstu sekúndum leiksins hugsaði ég með mér að svona lagað á það til að gerast. Við jöfnum svo en þá skora þeir 2-1, 3-1, 4-1 og svo 5-1. Þá fallast manni hendur. Ég viðurkenni fúslega að það var mjög erfitt að taka á þeirri stöðu enda áttu allir slæman leik. Meira að segja Arnar Grétarsson átti slæman dag og ekki hefur hann brugðist okkur hingað til." Eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan hafa minnst átta mörk verið skoruð í þremur leikjum til þessa á tímabilinu. Ólafur hefur þó ekki áhyggjur af slökum varnarleik íslensku liðanna og benti til á mynda á eigið lið í því sambandi. „Fyrir leikinn í gær vorum við búnir að fá okkur tvö mörk, bæði eftir föst leikatriði. Það var því aldrei búið að spila okkur út. Svo í þessum leik í gær komu fimm af mörkunum sex úr opnum leik. Við vorum sundurspilaðir sem var á skjön við hina leikina okkar." „Ég veit ekki hvort það getur talist jákvætt en þetta segir mér þó á hverju ég þarf að taka. En svo getur maður heldur ekki vitað hvort þetta eru veikleikar hjá liðinu eða bara andlegt hrun leikmanna." Blikar munu æfa saman í dag en næsti leikur liðsins er gegn Fjölni á útivelli á sunnudaginn kemur. Ólafur viðurkennir að það sé erfitt að koma sínum liði aftur á rétta braut eftir slíka útreið sem það fékk í gær. „Þetta er mjög viðkvæm staða. Við sátum í 40 mínútur inn í klefa eftir leikinn í gær og þá fór ekki á milli mála hvað mér fannst um frammistöðu leikmanna. En ég hef yfirleitt þann háttin á að eftir fyrstu æfingu eftir leik lokum við á það sem liðið er og horfum fram á veginn. Leikmenn sýndu mikið agaleysi í fyrri hálfleik í gær og ég mun hamra á því að fá agann aftur í liðið. Menn þurfa að sinna sínum hlutverkum." „En eftir svona leik þarf líka að efla sjálfstraustið á nýjan leik og mun ég reyna að sinna því líka. En það er alveg ljóst að það verður engin miskun."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Flest mörk í einum leik í sex ár Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár. 27. maí 2008 11:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Flest mörk í einum leik í sex ár Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár. 27. maí 2008 11:00