Fótbolti

Pele þarf að víkja fyrir Mörtu

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
Marta í leik með brasilíska landsliðinu.
Marta í leik með brasilíska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Löggjafinn í Alagoas-fylki í Brasilíu samþykkti í vikunni lagafrumvarp sem kveður á um að leikvanginum í Maceio-borg verði breytt úr King Pele í Queen Marta.

Marta hefur tvívegis verið útnefnd leikmaður ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu en hún leikur með Umeå í Svíþjóð. Hún er fædd í Alagoas-fylki.

Umræddur leikvangur tekur 25 þúsund áhorfendur í sæti og er heimavöllur CRB sem leikur í þriðju efstu deild þar í landi.

Ríkisstjórinn í Alagoas á þó enn eftir að samþykkja breytinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×