Enski boltinn

Benitez segist ekki heimta ofurlaun

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez stjóri Liverpool segir ekkert hæft í fréttum enskra blaða um að hann fari fram á himinháa launahækkun í samningaviðræðum sínum við félagið.

Umboðsmaður Benitez á í samningaviðræðum við eigendur félagsins um framlengingu á samningi spænska stjórans, en hann á aðeins 18 mánuði eftir af núverandi samningi.

"Ég var hissa á því að lesa að ég væri að heimta meiri peninga. Það er ekki satt. Ég sagði umboðsmanni mínum að tala ekki um peninga. Síðasta spurningin í ferlinu mun snúast um fjárhagslegu hliðina," sagði Benitez.

Talað er um að eigendur Liverpool séu aðeins tilbúnir að bjóða honum tveggja og hálfsárs samning, en að stjórinn vilji lengri samning en það.

Benitez viðurkennir að samningaviðræðurnar snúist fyrst og fremst um ákvæði eins og lengd samningsins, en sagðist vonsvikinn yfir því að vera sakaður um peningagræðgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×