Innlent

Segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum

Olli Rehn
Olli Rehn MYND/AP

Olli Rehn, stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins, segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum en einnig trú á möguleikum lands og þjóðar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

,,Við höfum samúð með Íslendingum því við skynjum að Íslendingar ganga í gegnum erfiða tíma og við viljum sýna samstöðu með þeim," segir Rehn.

Íslendingar ráða yfir umtalsverðum auðlindum þrátt fyrir efnahagserfiðleikana og lýðræðishefð er sterk á Íslandi, að mati Rehn. ,,Ég hlakka því til að semja við Íslendinga um aðild að ESB."

Rehn, sem er finnskur, telur ástandið á Íslandi líkjast um margt kreppunni í Finnlandi í byrjun síðasta áratugar þegaar landið gekk í gegnum bankakreppu. Á þeim tíma sóttu Finnar um inngöngu í Evrópusambandið. Aðildin var heillaskref sem Íslendingar geta dregið lærdóm frá, að mati Rehn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×