Bolton nánast öruggt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2008 18:09 El-Hadji Diouf kom Bolton á bragðið í dag. Nordic Photos / Getty Images Bolton vann í dag gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Sunderland í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. El-Hadji Diouf skoraði fyrra mark Bolton en Daryl Murphy, leikmaður Sunderland, skoraði sjálfsmark undir lok leiksins. Þetta þýðir að Bolton er með þriggja stiga forystu á Fulham og Reading fyrir lokaumferðina en þar sem Bolton er með besta markahlutfall þessara þriggja liða er liðið nánast öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton en þeir Kevin Davies, Danny Guthrie og El-Hadji Diouf komu inn í byrjunarliðið. Joey O'Brien og Ivan Campo eru meiddir og Grzegorz Rasiak var settur á bekkinn. Sunderland gerði eina breytinga á sínu liði en Jonny Evans lék með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli á kostnað Carlos Edwards. Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill en Bolton var þó meira með boltann. Grétar Rafn átti skalla að marki sem Craig Gordon varði og skömmu síðar átti Davies skalla að marki af stuttu færi en boltinn fór yfir. Kenwyne Jones átti ágætt færi sem Ali Al Habsi, markvörður Bolton varði, og skömmu síðar missti hann naumlega af sendingu stutt frá markinu. En undir lok fyrri hálfleiksins kom markið þýðingarmikla. Kevin Nolan átti sendingu á fjarstöng þar sem El-Hadji Diouf var mættur og skoraði með góðu skoti af markteig. Diouf var svo nærri því að bæta öðru marki við í upphafi seinni hálfleiks er hann skallaði í stöng eftir fyrirgjöf Matthew Taylor. Kenwyne Jones fékk svo dauðafæri til að jafna leikinn er Roy O'Donovan skallaði boltann beint fyrir fætur hans. Jones stóð tvo metra frá markinu en missti af boltanum. En þegar tíu mínútur voru til leiksloka kom síðara mark leiksins. Bolton átti hornspyrnu og varð Daryl Murphy fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark. Bolton er því í góðri stöðu fyrir lokaumferðina þar sem liðið mætir Chelsea á útivelli. Ekki margir reikna með því að Bolton hafi mörg stig upp úr krafsinu í þeim leik. Bolton er nú með þriggja stiga forystu á Fulham og Reading. Ef Bolton tapar 1-0 fyrir Chelsea þarf Fulham að vinna Portsmouth á útivelli með fjögurra marka mun í lokaumferðinni til að komast fyrir ofan Bolton í töflunni. Reading þarf að vinna Derby með tíu marka mun í lokaleik sínum til að gera slíkt hið sama. Staða Bolton er því ansi sterk. Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Bolton vann í dag gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Sunderland í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. El-Hadji Diouf skoraði fyrra mark Bolton en Daryl Murphy, leikmaður Sunderland, skoraði sjálfsmark undir lok leiksins. Þetta þýðir að Bolton er með þriggja stiga forystu á Fulham og Reading fyrir lokaumferðina en þar sem Bolton er með besta markahlutfall þessara þriggja liða er liðið nánast öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton en þeir Kevin Davies, Danny Guthrie og El-Hadji Diouf komu inn í byrjunarliðið. Joey O'Brien og Ivan Campo eru meiddir og Grzegorz Rasiak var settur á bekkinn. Sunderland gerði eina breytinga á sínu liði en Jonny Evans lék með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli á kostnað Carlos Edwards. Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill en Bolton var þó meira með boltann. Grétar Rafn átti skalla að marki sem Craig Gordon varði og skömmu síðar átti Davies skalla að marki af stuttu færi en boltinn fór yfir. Kenwyne Jones átti ágætt færi sem Ali Al Habsi, markvörður Bolton varði, og skömmu síðar missti hann naumlega af sendingu stutt frá markinu. En undir lok fyrri hálfleiksins kom markið þýðingarmikla. Kevin Nolan átti sendingu á fjarstöng þar sem El-Hadji Diouf var mættur og skoraði með góðu skoti af markteig. Diouf var svo nærri því að bæta öðru marki við í upphafi seinni hálfleiks er hann skallaði í stöng eftir fyrirgjöf Matthew Taylor. Kenwyne Jones fékk svo dauðafæri til að jafna leikinn er Roy O'Donovan skallaði boltann beint fyrir fætur hans. Jones stóð tvo metra frá markinu en missti af boltanum. En þegar tíu mínútur voru til leiksloka kom síðara mark leiksins. Bolton átti hornspyrnu og varð Daryl Murphy fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark. Bolton er því í góðri stöðu fyrir lokaumferðina þar sem liðið mætir Chelsea á útivelli. Ekki margir reikna með því að Bolton hafi mörg stig upp úr krafsinu í þeim leik. Bolton er nú með þriggja stiga forystu á Fulham og Reading. Ef Bolton tapar 1-0 fyrir Chelsea þarf Fulham að vinna Portsmouth á útivelli með fjögurra marka mun í lokaumferðinni til að komast fyrir ofan Bolton í töflunni. Reading þarf að vinna Derby með tíu marka mun í lokaleik sínum til að gera slíkt hið sama. Staða Bolton er því ansi sterk.
Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira