Bolton nánast öruggt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2008 18:09 El-Hadji Diouf kom Bolton á bragðið í dag. Nordic Photos / Getty Images Bolton vann í dag gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Sunderland í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. El-Hadji Diouf skoraði fyrra mark Bolton en Daryl Murphy, leikmaður Sunderland, skoraði sjálfsmark undir lok leiksins. Þetta þýðir að Bolton er með þriggja stiga forystu á Fulham og Reading fyrir lokaumferðina en þar sem Bolton er með besta markahlutfall þessara þriggja liða er liðið nánast öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton en þeir Kevin Davies, Danny Guthrie og El-Hadji Diouf komu inn í byrjunarliðið. Joey O'Brien og Ivan Campo eru meiddir og Grzegorz Rasiak var settur á bekkinn. Sunderland gerði eina breytinga á sínu liði en Jonny Evans lék með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli á kostnað Carlos Edwards. Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill en Bolton var þó meira með boltann. Grétar Rafn átti skalla að marki sem Craig Gordon varði og skömmu síðar átti Davies skalla að marki af stuttu færi en boltinn fór yfir. Kenwyne Jones átti ágætt færi sem Ali Al Habsi, markvörður Bolton varði, og skömmu síðar missti hann naumlega af sendingu stutt frá markinu. En undir lok fyrri hálfleiksins kom markið þýðingarmikla. Kevin Nolan átti sendingu á fjarstöng þar sem El-Hadji Diouf var mættur og skoraði með góðu skoti af markteig. Diouf var svo nærri því að bæta öðru marki við í upphafi seinni hálfleiks er hann skallaði í stöng eftir fyrirgjöf Matthew Taylor. Kenwyne Jones fékk svo dauðafæri til að jafna leikinn er Roy O'Donovan skallaði boltann beint fyrir fætur hans. Jones stóð tvo metra frá markinu en missti af boltanum. En þegar tíu mínútur voru til leiksloka kom síðara mark leiksins. Bolton átti hornspyrnu og varð Daryl Murphy fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark. Bolton er því í góðri stöðu fyrir lokaumferðina þar sem liðið mætir Chelsea á útivelli. Ekki margir reikna með því að Bolton hafi mörg stig upp úr krafsinu í þeim leik. Bolton er nú með þriggja stiga forystu á Fulham og Reading. Ef Bolton tapar 1-0 fyrir Chelsea þarf Fulham að vinna Portsmouth á útivelli með fjögurra marka mun í lokaumferðinni til að komast fyrir ofan Bolton í töflunni. Reading þarf að vinna Derby með tíu marka mun í lokaleik sínum til að gera slíkt hið sama. Staða Bolton er því ansi sterk. Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Bolton vann í dag gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Sunderland í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. El-Hadji Diouf skoraði fyrra mark Bolton en Daryl Murphy, leikmaður Sunderland, skoraði sjálfsmark undir lok leiksins. Þetta þýðir að Bolton er með þriggja stiga forystu á Fulham og Reading fyrir lokaumferðina en þar sem Bolton er með besta markahlutfall þessara þriggja liða er liðið nánast öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton en þeir Kevin Davies, Danny Guthrie og El-Hadji Diouf komu inn í byrjunarliðið. Joey O'Brien og Ivan Campo eru meiddir og Grzegorz Rasiak var settur á bekkinn. Sunderland gerði eina breytinga á sínu liði en Jonny Evans lék með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli á kostnað Carlos Edwards. Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill en Bolton var þó meira með boltann. Grétar Rafn átti skalla að marki sem Craig Gordon varði og skömmu síðar átti Davies skalla að marki af stuttu færi en boltinn fór yfir. Kenwyne Jones átti ágætt færi sem Ali Al Habsi, markvörður Bolton varði, og skömmu síðar missti hann naumlega af sendingu stutt frá markinu. En undir lok fyrri hálfleiksins kom markið þýðingarmikla. Kevin Nolan átti sendingu á fjarstöng þar sem El-Hadji Diouf var mættur og skoraði með góðu skoti af markteig. Diouf var svo nærri því að bæta öðru marki við í upphafi seinni hálfleiks er hann skallaði í stöng eftir fyrirgjöf Matthew Taylor. Kenwyne Jones fékk svo dauðafæri til að jafna leikinn er Roy O'Donovan skallaði boltann beint fyrir fætur hans. Jones stóð tvo metra frá markinu en missti af boltanum. En þegar tíu mínútur voru til leiksloka kom síðara mark leiksins. Bolton átti hornspyrnu og varð Daryl Murphy fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark. Bolton er því í góðri stöðu fyrir lokaumferðina þar sem liðið mætir Chelsea á útivelli. Ekki margir reikna með því að Bolton hafi mörg stig upp úr krafsinu í þeim leik. Bolton er nú með þriggja stiga forystu á Fulham og Reading. Ef Bolton tapar 1-0 fyrir Chelsea þarf Fulham að vinna Portsmouth á útivelli með fjögurra marka mun í lokaumferðinni til að komast fyrir ofan Bolton í töflunni. Reading þarf að vinna Derby með tíu marka mun í lokaleik sínum til að gera slíkt hið sama. Staða Bolton er því ansi sterk.
Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira