Enski boltinn

Nolan: Leyfið Diouf að fara

NordcPhotos/GettyImages

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, hvetur stjórn félagsins til að leyfa sóknarmanninum El-Hadji Diouf að fara frá félaginu í sumar. Senegalinn hefur farið fram á að verða seldur frá Bolton óháð því hvort liðið fellur úr úrvalsdeildinni eður ei.

Nolan segir engan tilgang í að hanga á mönnum sem eru ekki tilbúnir að binda sig hjá félaginu.

"Það er engin spurning að Diouf hefur lagt sig allan fram fyrir félagið á meðan hann hefur verið hérna, en ef hann vill fara, þýðir ekkert að halda honum hérna. Auðvitað munum við sakna hans, en við erum líka með leikmenn eins og Jussi Jaaskelainen, Ricardo Gardner og Ivan Campo sem eru með lausa samninga og þetta eru allt mjög mikilvægir leikmenn," sagði Nolan í samtali við Bolton News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×