Fótbolti

Beckham skoraði af 65 metra færi (myndband)

David Beckham, leikmaður LA Galaxy.
David Beckham, leikmaður LA Galaxy. Nordic Photos / Getty Images

David Beckham gerði sér lítið fyrir um helgina og skoraði mark af 65 metra færi í leik með LA Galaxy.

Galaxy var að vinna 2-1 sigur á Kansas þegar leikmenn síðarnefnda liðsins sóttu í lok leiksins. Markvörður liðsins brá sér með í sóknina en þegar boltinn barst til Beckahm var hann ekki í vafa um hvað hann ætti að gera og lét vaða af 65 metra færi. Þar með innsiglaði hann 3-1 sigur sinna manna.

„Ég get ekki ímyndað mér að neinn annar geti skorað svona mark," sagði Landon Donovan, liðsfélagi hans. „Þegar hann sparkaði boltanum vissi maður að hann myndi hafna í netinu."

Markið má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×