Spurði hvort Sjálfstæðisflokkur hefði lært eitthvað á gjaldþroti Heilsuverndarstöðvar 20. nóvember 2008 11:05 MYND/GVA Sjálfstæðisflokkurinn var inntur eftir því á Alþingi í dag hvort hann hygðist halda áfram óbreyttri stefnu varðandi einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir gjaldþrot Heilsuverndarstöðvarinnar. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, benti á að þegar Samfylkingin hefði afhent sjálfstæðismönnum lyklavöldin í heilbrigðisráðuneytinu hefði hann ekki verið lengi að auglýsa eftir tilboðum í þjónustu sem hefði verið áður á vegum hins opinbera. Heilsuverndarstöðin hefði til að mynda verið óskabarn heilbrigðisráðherra sem hefði látið mynda sig við að gera þjónustusamninga um hvað eina. Nú væri óskabarni farið á hausinn og því hefði hún haldið að flokkurinn hefði lært eitthvað. Hins vegar hefði hún rekist á auglýsingu í blöðunum í síðustu viku þar sem auglýst voru fyrrverandi verkefni Heilsuverndarstöðvarinnar, það er þjónusta við aldrað fólk sem nú væri á vergangi eftir gjaldþrot Heilsuverndarstöðvarinnar. Spurði Álfheiður hvort sjálfstæðismenn hygðust halda óbreyttri stefnu í þessum málaflokki. Löng reynsla af samstarfi við einkaaðila Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, sagði langa reynslu af samstarfi við einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni og að um 30 prósent af henni væri í höndum annarra en ríkisins. Vísaði hún enn fremur til ríkisstjórnarsáttmálans þar sem fram kæmi að skoða ætti fjölbreytileg rekstrarform með þjónustusamningum við einkaaðila en þó þannig að allir hefðu aðgang að þjónustunni. Enn fremur vísaði hún til þess að vinstri - græn hefðu samþykkt lög um heilbrigðisþjónustu þar sem kveðið væri á um útboðsstefnu í heilbrigðisgeiranum. Sagði Ásta enn fremur að stefna ríkisstjórnarinnar væri ljós, að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna en að nýta þau tækifæri sem gæfust til að semja við einkaaðila. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, gagnrýndi Ástu fyrir að gera því skóna að útboðsstefna stjórnvalda væri á ábyrgð Vinstri - grænna vegna þess að flokkurinn hefði samþykkt frumvarp um heilbrigðisþjónustu. Hið rétta væri að flokkurinn hefði lagst gegn þeim hluta lagafrumvarpsins sem lyti að útboði á þjónustu. Sagði hann óheiðarlegt að halda uppi málflutningi sem þessum. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðuna að rétt væri hjá Ástu að formdæmi væru fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu og nefndi SÁÁ sem dæmi. Hins vegar hefðu menn einnig reynslu af því að farið hefði verið í útboð á öldrunarþjónustu sem sinnt hefði verið á Landakot. Tilboðin sem borist hefðu í þá þjónustu hefðu verið mun hærri en menn áttu von á og hærri en kostnaðurinn hafði verið áður. Það væri því ljóst að mjög mikilvægt væri við núverandi aðstæður að fara vel með almannafé. Ekki kæmi til greina að fara í útboð á þjónustu ef tilboð væru svo hærri en þjónustan hefði hingað til kostað. Sagði hún þingið myndu hafa stækkunarglerið á lofti hvað þetta varðaði. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var inntur eftir því á Alþingi í dag hvort hann hygðist halda áfram óbreyttri stefnu varðandi einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir gjaldþrot Heilsuverndarstöðvarinnar. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, benti á að þegar Samfylkingin hefði afhent sjálfstæðismönnum lyklavöldin í heilbrigðisráðuneytinu hefði hann ekki verið lengi að auglýsa eftir tilboðum í þjónustu sem hefði verið áður á vegum hins opinbera. Heilsuverndarstöðin hefði til að mynda verið óskabarn heilbrigðisráðherra sem hefði látið mynda sig við að gera þjónustusamninga um hvað eina. Nú væri óskabarni farið á hausinn og því hefði hún haldið að flokkurinn hefði lært eitthvað. Hins vegar hefði hún rekist á auglýsingu í blöðunum í síðustu viku þar sem auglýst voru fyrrverandi verkefni Heilsuverndarstöðvarinnar, það er þjónusta við aldrað fólk sem nú væri á vergangi eftir gjaldþrot Heilsuverndarstöðvarinnar. Spurði Álfheiður hvort sjálfstæðismenn hygðust halda óbreyttri stefnu í þessum málaflokki. Löng reynsla af samstarfi við einkaaðila Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, sagði langa reynslu af samstarfi við einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni og að um 30 prósent af henni væri í höndum annarra en ríkisins. Vísaði hún enn fremur til ríkisstjórnarsáttmálans þar sem fram kæmi að skoða ætti fjölbreytileg rekstrarform með þjónustusamningum við einkaaðila en þó þannig að allir hefðu aðgang að þjónustunni. Enn fremur vísaði hún til þess að vinstri - græn hefðu samþykkt lög um heilbrigðisþjónustu þar sem kveðið væri á um útboðsstefnu í heilbrigðisgeiranum. Sagði Ásta enn fremur að stefna ríkisstjórnarinnar væri ljós, að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna en að nýta þau tækifæri sem gæfust til að semja við einkaaðila. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, gagnrýndi Ástu fyrir að gera því skóna að útboðsstefna stjórnvalda væri á ábyrgð Vinstri - grænna vegna þess að flokkurinn hefði samþykkt frumvarp um heilbrigðisþjónustu. Hið rétta væri að flokkurinn hefði lagst gegn þeim hluta lagafrumvarpsins sem lyti að útboði á þjónustu. Sagði hann óheiðarlegt að halda uppi málflutningi sem þessum. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðuna að rétt væri hjá Ástu að formdæmi væru fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu og nefndi SÁÁ sem dæmi. Hins vegar hefðu menn einnig reynslu af því að farið hefði verið í útboð á öldrunarþjónustu sem sinnt hefði verið á Landakot. Tilboðin sem borist hefðu í þá þjónustu hefðu verið mun hærri en menn áttu von á og hærri en kostnaðurinn hafði verið áður. Það væri því ljóst að mjög mikilvægt væri við núverandi aðstæður að fara vel með almannafé. Ekki kæmi til greina að fara í útboð á þjónustu ef tilboð væru svo hærri en þjónustan hefði hingað til kostað. Sagði hún þingið myndu hafa stækkunarglerið á lofti hvað þetta varðaði.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira