Erlent

Fjórir létust er skýstrókur gekk yfir skátabúðir í Iowa

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að skýstrókur gekk yfir skátabúðir í Iowa í Bandaríkjunum skömmu fyrir miðnættið í nótt.

Yfir 40 liggja slasaðir eftir en rúmlega 100 voru í búðunum við Little Sioux í vesturhluta ríkisins. Skátarnir voru á aldrinum 13 til 18 ára.

Lögregluyfirvöld segja að enn hafi ekki allir fundist og er talið að einhverjir séu enn fastir undir braki sem þekur svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×