Tékkland ekki óskamótherjinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. október 2008 22:51 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Frakklandi um liðna helgi. Mynd/Stefán Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari segir að möguleikar íslenska liðsins til að komast í úrslitakeppni EM 2009 á næsta ári séu ágætir. Riðlakeppninni lauk í kvöld og ljóst varð að Ísland mun mæta Tékklandi, Skotlandi eða Írlandi í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi eins og útskýrt er í greininni hér að neðan. „Munurinn nú og á undanförnum keppnum er að við eigum að fá veikan andstæðing nú þar sem við náðum svo góðum árangri í riðlakeppninni," sagði Sigurður Ragnar. „Skotland og Írland eru vissulega lægra skrifuð en við en Tékkar eru með mjög svipað lið og við." Hann minnti á að fyrir tveimur árum síðan tapaði Ísland tvívegis fyrir Tékkum í undankeppni HM 2007, 1-0 ytra og 4-2 á heimavelli. Ísland vann 4-1 sigur á Írum á þessu ári og gerði 1-1 jafntefli við þá á Algarve Cup á síðasta ári. „Írar eru með nokkra sterka leikmenn og nokkra sem leika með Arsenal í Englandi. Okkur hefur svo gengið þokkalega með Skotana en við unnum þá síðast árið 2005." „En það er auðvitað töluverður munur á að mæta þessum þjóðum frekar en hinum sem eru með í umspilinu því þær eru talsvert sterkari. Vonandi að þessi góði árangur okkar í riðlakeppninni skili okkur áfram í aðalmótið." Hann segir ljóst að Tékkar eru ekki óskamótherjinn í umspilinu. „Við munum bara taka á því sem kemur. Við höfum bætt okkur mikið á síðustu tveimur árum og þær eflaust líka. Hin liðin eru líka sterkari og getur því allt gerst. Þetta er jú nánast eins og bikarkeppni." Fyrri leikurinn fer fram ytra en sá síðari hér heima í lok mánaðarins. Hann segir að KSÍ muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli. „Það mun fara eftir veðrinu. Annars yrði sennilega leikið í Kórnum eða Egilshöll. Auðvitað vonast ég innilega til þess að það verði spila á Laugardalsvellinum enda verður mikill áhugi fyrir leiknum og margir sem vilja koma. Ég er bjartsýnn á að það takist." Fótbolti Tengdar fréttir Tékkland, Írland eða Skotland bíður íslenska kvennalandsliðinu Síðustu leikirnir í undankeppni EM 2009 fóru fram í kvöld og er því ljóst hvaða andstæðing Ísland getur fengið í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi á næsta ári. 2. október 2008 21:38 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari segir að möguleikar íslenska liðsins til að komast í úrslitakeppni EM 2009 á næsta ári séu ágætir. Riðlakeppninni lauk í kvöld og ljóst varð að Ísland mun mæta Tékklandi, Skotlandi eða Írlandi í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi eins og útskýrt er í greininni hér að neðan. „Munurinn nú og á undanförnum keppnum er að við eigum að fá veikan andstæðing nú þar sem við náðum svo góðum árangri í riðlakeppninni," sagði Sigurður Ragnar. „Skotland og Írland eru vissulega lægra skrifuð en við en Tékkar eru með mjög svipað lið og við." Hann minnti á að fyrir tveimur árum síðan tapaði Ísland tvívegis fyrir Tékkum í undankeppni HM 2007, 1-0 ytra og 4-2 á heimavelli. Ísland vann 4-1 sigur á Írum á þessu ári og gerði 1-1 jafntefli við þá á Algarve Cup á síðasta ári. „Írar eru með nokkra sterka leikmenn og nokkra sem leika með Arsenal í Englandi. Okkur hefur svo gengið þokkalega með Skotana en við unnum þá síðast árið 2005." „En það er auðvitað töluverður munur á að mæta þessum þjóðum frekar en hinum sem eru með í umspilinu því þær eru talsvert sterkari. Vonandi að þessi góði árangur okkar í riðlakeppninni skili okkur áfram í aðalmótið." Hann segir ljóst að Tékkar eru ekki óskamótherjinn í umspilinu. „Við munum bara taka á því sem kemur. Við höfum bætt okkur mikið á síðustu tveimur árum og þær eflaust líka. Hin liðin eru líka sterkari og getur því allt gerst. Þetta er jú nánast eins og bikarkeppni." Fyrri leikurinn fer fram ytra en sá síðari hér heima í lok mánaðarins. Hann segir að KSÍ muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli. „Það mun fara eftir veðrinu. Annars yrði sennilega leikið í Kórnum eða Egilshöll. Auðvitað vonast ég innilega til þess að það verði spila á Laugardalsvellinum enda verður mikill áhugi fyrir leiknum og margir sem vilja koma. Ég er bjartsýnn á að það takist."
Fótbolti Tengdar fréttir Tékkland, Írland eða Skotland bíður íslenska kvennalandsliðinu Síðustu leikirnir í undankeppni EM 2009 fóru fram í kvöld og er því ljóst hvaða andstæðing Ísland getur fengið í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi á næsta ári. 2. október 2008 21:38 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Tékkland, Írland eða Skotland bíður íslenska kvennalandsliðinu Síðustu leikirnir í undankeppni EM 2009 fóru fram í kvöld og er því ljóst hvaða andstæðing Ísland getur fengið í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi á næsta ári. 2. október 2008 21:38