Enski boltinn

Gazza aftur á sjúkrahús

Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne hefur enn á ný verið fluttur á spítala í Lundúnum eftir að kalla þurfti til lögreglu vegna hegðunar hans á hóteli í vesturhluta borgarinnar.

Gascoigne, sem er fertugur, hefur átt við geðræn vandamál að stríða undanfarin misseri en féllst á að fara sjálfviljugur með lögreglu. Hann var síðast til vandræða á hóteli í Newcastle í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×