Erlent

Demókratar gera sér mat úr stuðningi Cheneys við McCain

Dick Cheney, sem hér er fyrir miðju, er ekki sérlega vinsæll í Bandaríkjunum þessi misserin.
Dick Cheney, sem hér er fyrir miðju, er ekki sérlega vinsæll í Bandaríkjunum þessi misserin.

Stuðningsmannahópur Baracks Obama, forsetaframbjóðanda demókrata í Bandaríkjunum, var ekki lengi að bregðast við stuðningsyfirlýsingu Dicks Cheney varaforseta við John McCain, forsetaframbjóðanda repúblikana.

Cheney lýsti í gær yfir stuðningi við McCain og telja margir að það hafi verið bjarnargreiði enda hefur McCain reynt að forðast að láta spyrða sig saman við núverandi valdhafa í Hvíta húsinu, þá Bush og Cheney, sem eru með eindæmum óvinsælir.

Demókratar gripu hins vegar yfirlýsinguna á lofti og í sjónvarpsauglýsingu í dag er fullyrt að ef McCain komist í Hvíta húsið sé ekki von á breytingum. Enn fremur er bent á að McCain hafi fengið stuðning Cheneys með því styðja frumvörp núverandi húsbænda í Hvíta húsinu í níu tilvikum af tíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×