Erlent

Nepal lýðveldi eftir nærri 240 ára konungsstjórn

Nepalbúar fögnuðu breytingunum í morgun.
Nepalbúar fögnuðu breytingunum í morgun. MYND/AP

Nepal verður lýðveldi í dag eftir 239 ára konungsstjórn. Þúsundir manna hófu hátíðarhöld í tilefni af þessu í morgun.

Í gær sóru 575 þingmenn á nepalska þinginu embættiseið. Fyrsta verk þeirra verður að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir landið. Afnám konungdæmisins var niðurstaða samningaviðræðna við kommúnista sem hafa barist gegn stjórn landsins um árabil. Þeir fengu flest sæti nýlega í þingkosningum en enn er ekki ljóst hvort þeim tekst að mynda starfhæfa ríkisstjórn.

Þá hefur Gyanendra konungur neitað að yfirgefa höll sína og háttsettir embættismenn hafa hótað því að hann verði tekinn burt úr henni með valdi fari hann ekki sjálfviljugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×