Erlent

Vilja Suleiman sem forseta Líbanon

Utanríkisráðherrar Arababandalagsins ákváðu á fundi í Kaíró í Egyptalandi að styðja Michel Suleiman hershöfðingja sem næsta forseta Líbanons. Boðað var til fundarins vegna stjórnmálaástandsins í Líbanon en þar hefur ekki verið forseti síðan 23. nóvember.

Líbanska þingið hefur frestað kosningu nýs forseta 11 sinnum, síðast 28. desember. Nú er fyrirhugað að kjósa forseta 12. janúar.

Samhljóma álit er innan Arababandalagsins um að Suleiman sé rétti maðurinn fyrir embætti forseta og hvetur bandalagið til að hann verði kjörinn án tafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×