Enski boltinn

Öruggt hjá Liverpool

NordcPhotos/GettyImages

Liverpool vann öruggan 3-1 sigur á Blackburn á Anfield í fyrri leik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu. Steven Gerrard skoraði fyrsta mark Liverpool og lagði upp það næsta fyrir Fernando Torres og það var svo Andriy Voronin sem innsiglaði sigur heimamanna skömmu fyrir leikslok.

Roque Santa Cruz klóraði í bakkann fyrir Blackburn í uppbótartíma með 19. marki sínu á leiktíðinni, en mark Torres fyrir Liverpool var hans 30. á leiktíðinni.

Sigurinn var verðskuldaður hjá heimamönnum sem fóru í 66 stig og eru 5 stigum á undan Everton í fjórða sæti deildarinnar.

Síðari leikur dagsins er viðureign Manchester United og Arsenal á Old Trafford í Manchester og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst 14:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×